02.03.1935
Neðri deild: 18. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 586 í B-deild Alþingistíðinda. (845)

10. mál, jarðræktarlög

Frsm. (Jón Pálmason):

Eins og hv. þdm. er kunnugt um, hefir hv. landbn. gert þá brtt. við frv. það, sem hér liggur fyrir, að fellt verði það bráðabirgðaákvæði inn í lög þau, sem hér um ræðir, að umboð stjórnskipaðra manna í stjórn Búnaðarfél. Ísland verði fellt niður um leið og lögin öðlast gildi. Vitanlega er ætlunin með því, að lögin öðlist þegar gildi, sú, að unnt verði að kjósa á yfirstandandi búnaðarþingi í stjórn félagsins, en þar sem það þótti öruggara að setja þetta bráðabirgðaákvæði í lögin, hefir landbn. leyft sér að Flytja þessa brtt. því til tryggingar.

Að öðru leyti hefi ég ekki annað um frv. að segja og vil mælast til, að það gangi áfram til hv. Ed.