13.03.1935
Neðri deild: 27. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 607 í B-deild Alþingistíðinda. (897)

86. mál, sala og meðferð íslenskra afurða

Ólafur Thors [óyfirl.]:

er auðvitað fullkominn misskilningur eða rangfærsla hjá hæstv. fjmrh., að meira beri á kostnaðinum við nefndurstörfin, ef frv. verður að lögum. Hvort sem kostnaðurinn verður meiri eða minni eftir en áður, þá er víst, að meira ber á þessum útgjöldum, þar sem þau eru í einu lagi á reikningum ríkissjóða, heldur en ef þau eru liðir í rekstri margra einstakar fyrirtækja. Að öðru leyti skal ég ekki eltast við missagnir hæstv. ráðh. Barnaskapur hans kom átakanlega fram, er hann hélt því fram, að vegna þess, að form. Mjólkursölunefndar hefði komið því fram með framkomu sinni, að neytendur vildu hvorki heyra hann né sjá, þá væri það sönnun þess, að hann hefði staðið sig vel fyrir bændur. (Fimrh.: Ég sagði, að þetta væri rökrétt afleiðing af ummælum sjálfstæðismanna). Sannleikurinn er sá, að séra Sveinbjörn hefir staðið sig bezt í því að stofna til illdeilna og halda þeim áfram, og sá leikur hans hefir orðið bæði bændum og neytendum til baga og bölvunar.

Hv. 2. þm. Reykv. sagði, að ég kæmi fram í mjólkurmálinu sem fulltrúi Korpúlfsstaða og gagnvart fiskimálanefnd sem fulltrúi Kveldúlfs. Ég get lýst yfir því hér, að ég ber engan kinnroða fyrir þessum umboðsmanni erlendra milljóna. Það má vel vera, að ég fletti betur ofan af þessum rógbera síðar. (HV: Er ekki bezt að gera það strax? Annars skal ég láta hv. þm. G.-K. vita það, að við mig þýða engar hótanir, hvorki í þingsölunum né í síma). Hefir nú einhver verið að hóta olíukaupmanninum í síma? (Hv: Bróðir hv. þm. G.-K.). Það var nú varla gustuk.

Ég skal játa það, að sem betur fer eru aðrir nm. í fiskimálanefnd fróðari en olíukaupmaðurinn og lóðsinn. En n. er ekki nægilega vel skipuð sumt. sérstaklega ef hún á að taka saltfiskssöluna til meðferðar, eins og hlýtur að vera meiningin, því lögin um skipun n. voru í öllum aðalatriðum sniðin eftir frv. okkar í fyrra, nema að því leyti, að í frv. okkar var bezta sérþekking tryggð.

Hitt eru ekkert nema látalæti, að vera að belgja sig út af því, að hægt muni vera að selja nokkra herta fiskugga. Annars veit ég ekki betur en að ég hafi bent á þá leið, þótt ég feldi hann fremur neyðarúrræði en nokkra úrlausn.

Vegna haftastefnunnar, sem hv. 2. þm. Reykv. og hans fylgifiskar dá mest, höfum við nú orðið að láta í minni pokann á fiskmarkaðinum fyrir þjóðinni, sem við höfðum áður sigrað. Á skömmum tíma höfðum við fjórfaldað saltfiskverzlun okkar. Nú neyðumst við til að leggja inn á nýjar brautir, svo sem að herða fiskinn, sem þó er miklu óarðvænlegra. (HV: Veit hv. þm. nokkuð um verð á harðfiski?). Eins vel og olíukaupmaðurinn. Verð á norskum saltfiski er lægra en hér, en þó vilja Norðmenn heldur selja fiskinn saltaðan en hertan. Hitt er rétt, að ég hafði bent á þann möguleika, að herða fiskinn, og því vekur það hlátur, þegar hv. 2. þm. Reykv. þykist vera að leiða þjóðina inn í eitthvert Gósenland með því að benda á herðingu fisksins, eða er að belgja sig út af þeim 200 tn., sem hv. þm. Vestm. seldi í Þýskalandi, sem þó er ekki nema 1/100 af því, sem önnur félög hafa selt, þótt þau hefðu enga milljón á bak við sig.