25.04.1936
Neðri deild: 56. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 912 í B-deild Alþingistíðinda. (1405)

110. mál, tekjuöflun fyrir ríkissjóð

*Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Þetta frv. er flutt of meiri hl. allshn. Ed. að minni tilhlutun og gerir ráð fyrir framlengingu á þeim sköttum og aðflutningsgjöldum, sem lögð voru á af síðasta þingi. Ennfremur er tekin inn í sama frv. framlenging gengisviðaukans, sem framlengdur hefir verið hér ár eftir ár. Þegar flutt var í fyrra frv. um bráðabirgðatekjuöflun ríkissjóðs, þá sem hér er farið fram á að framlengja, var þess getið af mér, að þó þau l. væru að vísu um tekjuöflun til eins árs, þá mætti búast við, að það yrði að framlengja þau a. m. k. fyrir árið 1937, ef ekki breyttist verulega til batnaðar um allt viðskiptaástand frá því, sem þá leit út fyrir. Nú hafa engar breyt. orðið í þessa átt, sem þykja gera mögulegt að leggja út á árið 1937 án þess að hafa a. m. k. heimild til þess að afla þessara tekna, og því er þetta frv. fram komið.

Ég vil svo að viðhöfðum þessum formála óska, að málinu verði vísað til fjhn.umr. lokinni.