02.05.1936
Neðri deild: 61. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1192 í B-deild Alþingistíðinda. (1783)

120. mál, jarðræktarlög

*Ólafur Thors:

Í sambandi við atkvgr. um þetta frv. stóð deila milli okkar hv. 2. þm. Reykv., þar sem ég bar á hann og hans flokksmenn, að þá vantaði mjög oft í d., og færðist undan, að atkvgr. færi fram nú um þetta mál, þar sem svo stóð á, að nokkrir sjálfstæðismenn voru fjarverandi. Ég vil aðeins út af því skjalfesta það, að sá, sem bað um nafnakall nú, var hv. 2. þm. Reykv., og hann tók það fram, að hann bæði um það til þess, að fram kæmi, hverjir væru í d. Svo fátítt er, að sjálfstæðismenn séu ekki viðstaddir, að hv. þm. langar að fá það skjalfest þá einu sinni, að það vill til, og get ég vel skilið það.