08.05.1936
Efri deild: 68. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1358 í B-deild Alþingistíðinda. (1920)

109. mál, bæjargjöld í Vestmannaeyjum

*Frsm. (Magnús Jónsson):

Ég verð að segja það, að ég skil ekki afstöðu hv. 4. landsk. Hann lýsir því yfir, að hann sé á móti þessu máli yfirleitt, og þó vill hann fá frest á afgreiðslu þess. Ég vil spyrja hv. þm., hvort hann ætlar að fylgja þessu frv., ef tekjuöflunarfrv. það, sem nú er til meðferðar í Nd., nær ekki fram að ganga. Þá fyrst getur hann átt rétt á því að fá frest á afgreiðslu þessa máls. En annars er það tómur skrípaleikur hjá hv. þm. að vilja fresta afgreiðslu þessa frv. til næsta fundar.