04.05.1936
Efri deild: 63. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 58 í C-deild Alþingistíðinda. (2219)

60. mál, sauðfjárbaðanir

*Þorsteinn Þorsteinsson:

Ég hefi spurzt fyrir um reynslu manna í þeim hreppum, þar sem baðstjórar hafa verið undanfarið. Yfirleitt telja menn mjög lítið gagn að þeim og litla ástæðu til að hafa þá. Þótt sýslunefndir velji þessa menn í fyrstu, fá þeir hina og þessa, og þá oft heimamenn á bæjunum, til þess að hafa eftirlitið á hendi fyrir sig, og því fer tryggingin, sem liggja á í eftirliti þeirra, að verða fremur lítils virði.