28.04.1936
Neðri deild: 58. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 127 í C-deild Alþingistíðinda. (2274)

128. mál, alþýðutryggingar

*Stefán Jóh. Stefánsson:

Ég vil bara undirstrika það, sem ég held, að hafi ekki komið nægilega skýrt fram hjá hv. þm. Snæf., að bæði í ellitryggingunum áður og eins nú þangað til ellitryggingarnar koma til framkvæmda, þá er byggt á ölmusureglunni, en ekki réttarreglunni. Ölmusureglan er byggð á því, að menn eigi rétt á að sækja um styrk, en eiga það svo undir yfirvöldunum, hvort þeir fá hann, en eftir réttarreglunni eiga menn, sem uppfylla viss skilyrði, heimtingu á að fá styrk, og þetta yrði óbreytt eftir sem áður. En ég verð að segja eins og áður, að ég geri ráð fyrir, að þótt frv. verði samþ., þá valdi það mjög lítilli breyt., því að þá fá menn á aldrinum 60–67 ára rétt til að sækja um ellistyrk, en þeir, sem fá þann ellistyrk, fá þá ekki örorkulífeyri fyrir elli sakir. Munurinn verður því helzt sá, að menn fá styrkinn undir öðru nafni en verða mundi að l. óbreyttum.