07.05.1936
Neðri deild: 66. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 128 í C-deild Alþingistíðinda. (2278)

128. mál, alþýðutryggingar

Frsm. (Thor Thors):

Allshn. hefir athugað þetta mál og rætt um það við forstjóra tryggingarstofnunar ríkisins, og er hann því mótfallinn, að hreyft sé við aðalgrundvelli löggjafarinnar að því er snertir aldurstakmarkið og greiðsluskyldu vegna lífeyris. Hinsvegar er hann meðmæltur því, sem var aðalatriðið fyrir mér, sem flutti þetta frv., en það er, að þau gamalmenni, sem eru yfir 60 ára og eiga við erfið kjör að búa, hafi rétt til ellilauna, eins og er samkv. gildandi lögum. Til þess að greiða fyrir framgangi málsins, þá varð það að samkomulagi í allshn. að leggji. til, að hinar víðtækari breyt., sem frv. gerði ráð fyrir, falli niður, en þessi einu breyt. nái fram að ganga, að gamalmenni yfir 60 ára hafi rétt til ellilauna. Þar sem um þetta er samkomulag í allshn., þá vænti ég þess, að þetta mál fái greiðan framgang í hv. deild.