05.03.1936
Neðri deild: 16. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 199 í C-deild Alþingistíðinda. (2426)

52. mál, skipun prestakalla

*Flm. (Jörundur Brynjólfsson):

Þetta frv. var borið fram á síðasta þingi, en í nokkuð öðru formi. En n., sem hafði þetta mál til meðferðar ásamt þeim frv., er launamálið snerta, varð ekki ásátt um afgreiðslu þess og skiptist í tvo hluta, en einn nm. hafði ekki aðstöðu til að taka afstöðu til þessa máls. Brtt. þær, sem við fluttum, hv. 2. þm. N.-M. og ég, eru nú felldar inn í þetta frv., en þar sem þetta er 1. umr., sé ég ekki ástæðu til að fjölyrða um þær. Að sjálfsögðu tekur n. frv. til meðferðar og athugar það. — Ég geri að till. minni, að frv. verði að umr. lokinni vísað til 2. umr. og væntanlegrar launamálanefndar.