26.02.1936
Efri deild: 9. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 567 í C-deild Alþingistíðinda. (2884)

43. mál, berklavarnir

*Flm. (Jón Auðunn Jónsson):

Ég óskaði, að þetta mál færi til allshn., af því að það er í nokkuð nánu sambandi við mál, sem vísað var þangað í gær. Við skyldum segja, að n. kæmist að þeirri niðurstöðu, að rétt sé að samþ. þetta frv., þá mundi n. sjá sér fært, að ég hygg, að fella niður eitthvað af þeim tekjustofnum, sem í frv. milliþn. felast. Á þann hátt væri heppilegt, að sama n. hefði með höndum bæði þessi frv. Ég skal játa, að þetta er fjárhagsspursmál, en það stendur í beinu sambandi við afkomu hreppa- og sýslufélaga og bæjarfélaga, og ættu því bæði þessi mál að athugast í sömu n.