06.04.1936
Neðri deild: 44. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 496 í B-deild Alþingistíðinda. (578)

102. mál, alþýðutryggingar

*Pétur Ottesen:

Ég vildi út af ummælum hæstv. atvmrh. taka það fram, að mér skilst, að með orðinu örorka sé átt við afleiðingar slysa eða óstarfhæfi af þeim orsökum, en það á ekkert skylt við ellilasleika. En úr því að hæstv. ráðh. telur fært að komast yfir þennan ágalla í l. með þessu móti, þá er gott, að það sé gert. En þegar gerð verður breyting á þessum l. þarf það að koma skýrt fram, að mönnum á aldrinum 60–67 ára sé tryggður a. m. k. ekki lægri lífeyri en þeir fá nú greiddan ellistyrk.