18.04.1936
Efri deild: 51. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 575 í B-deild Alþingistíðinda. (789)

80. mál, skotvopn, skotfæri o. fl.

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Þetta frv. er gamall kunningi hér í d. Það var flutt á síðasta þingi og gekk þá í gegnum d., og voru á því gerðar nokkrar minni háttar breyt., en andstöðu mætti frv. þá ekki hér. Nú hefir frv. verið flutt aftur í neðri d., og gengið gegnum þá d. breytingalaust. Allshn. hefir haft frv. til meðferðar og leggur til, að það verði samþ. Þó létu einstakir nm. í ljós, að þeir vildu hafa óskertan rétt til þess að koma með brtt. eða fylgja brtt., ef fram kæmu. En hinsvegar er öll n. meðmælt stefnu frv. — Þar sem málið er áður þaulrætt í d., sé ég ekki ástæðu til að fara um það fleiri orðum.