20.04.1937
Efri deild: 50. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 471 í B-deild Alþingistíðinda. (1199)

159. mál, borgfirzka sauðfjárveikin

*Forsrh. (Hermann Jónasson):

Ég þarf ekki að endurtaka það, sem hæstv atvmrh. er búinn að segja. Ég hefi athugað þetta mál milli funda, og skoðun þingflokka mun vera sú, að að ýmsu leyti geti það verið varhugavert að vekja athygli kaupendanna með því að setja lög um þetta nú á Alþ. En ég mun athuga þetta mál í samráði við kjötútflytjendur og síðan setja reglugerð samkv. því, ef við teljum rétt að gera svo, og ef við getum fengið samþykki þingflokkanna fyrir þeim skilningi á lögunum, sem með þarf, og virðist ekki ástæða til að ætla, að fyrirstaða verði um það.