22.02.1937
Efri deild: 7. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 213 í C-deild Alþingistíðinda. (1450)

2. mál, tekjuöflun fyrir ríkissjóð

*Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Frv. þetta gerir ráð fyrir framlengingu allra þeirra lagaákvæða um tekjuöflun fyrir ríkissjóð, sem nú gilda, til loka þessa árs, annara en þeirra, sem framlengd eru með sérstökum lögum. Ég þarf ekki að hafa fyrir þessu máli langa framsögu. Það stendur auðvitað í sambandi við fjárlagafrv., og eins og sjá má við athugun á því, er ekki hægt að gera ráð fyrir, að komizt verði hjá að innheimta þessar tekjur á árinu 1938, nema því aðeins að menn vilji taka þann kostinn, að skera verulega niður fjárlögin, frá því sem nú er. Ég ætla sem sagt ekki að ræða þetta mál almennt við þessa umr., en vísa til þess, sem sagt verður um fjárlagaafgreiðsluna, þegar kemur að sjálfu fjárlagafrv. Vil ég mælast til, að frv. verði vísað til hv. fjhn. að aflokinni þessari umr.