20.03.1937
Neðri deild: 23. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 408 í C-deild Alþingistíðinda. (1677)

83. mál, ríkisborgararéttur

*Frsm. (Thor Thors):

Ég get verið hv. 1. landsk. sammála um það, að þó að um útlendinga sé að ræða, sem uppfylla skilyrði löggjafans um að fá ríkisborgararétt, en eru ekki æskilegir fyrir þjóðfélagið, þá sé engin nauðsyn eða skylda fyrir löggjafann að samþ. þá. En ég tek ummæli hans um þetta mál þannig, að hann samþ. það í einu og öllu, að þessi umdeildi maður, sem er nr. 2 í frv. n., sé það, sem hann kallar „persona grata“ í þessu máli.