02.04.1937
Efri deild: 30. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 65 í B-deild Alþingistíðinda. (174)

13. mál, Kreppulánasjóður

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Mér skilst á hæstv. ráðh., að hann beri brigður á, að ég hafi farið rétt með það, sem fór fram á síðasta þingi. Ég ætla þá að leyfa mér að lesa upp það, sem hæstv. ráðh. hefir sagt við konung, þegar hann gaf út bráðabirgðalögin, sem gerðu breyt. á lögum þeim um þetta efni, sem samþ. voru á þingi í fyrra. Þar segir svo: „Þegar lög þessi voru til meðferðar á Alþingi, var gert ráð fyrir, að af handhafaskuldabréfum þeim, sem gefa mátti út samkv. l. nr. 78 19. júní 1933, mundi verða afgangs allt að 1½ millj. kr.“ Ég tel víst, að hæstv. ráðh. hafi ekki skrökvað að konungi, og tel ég þetta því góða heimild og neita, að ég hafi farið með rangt mál.

Annars ætla ég ekki að fara frekar út í umr. um þetta mál, en út af þeim orðum hæstv. ráðh., að þörf fyrir lán sé mest í kaupstöðum, vil ég aðeins segja, að hún getur verið alveg eins brýn í sveitum.