02.04.1937
Efri deild: 30. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 65 í B-deild Alþingistíðinda. (175)

13. mál, Kreppulánasjóður

*Sigurjón Á. Ólafsson:

Það er örstutt. — Ég get verið meðmæltur þeim tilmælum hæstv. ráðh., að atkvgr. um till. sé frestað. Þegar þetta mál lá fyrir n., var skýrsla kreppustjórnarinnar ekki í hennar höndum, en þar er ýmislegt, sem getur orðið til leiðbeiningar í málinu, og væri því ekki úr vegi, að n. tæki þetta nú til athugunar.

En viðvíkjandi ummælum mínum áðan um Hafnarfjörð, þá vil ég nú, með leyfi hæstv. forseta, staðfesta þau ummæli mín, að ég hygg, að n. hafi verið sér þess fullkomlega meðvitandi, að sá kaupstaður þurfti að fá meira lán. Í skýrslu n. til ráðuneytisins segir svo:

„Það kom hinsvegar í ljós, að Hafnarfjörður þurfti raunverulega miklu stærra lán en hann hafði beðið um, vegna þess að bærinn hafði yfirtekið skuldir á árinu, sem voru með óhagkvæmum kjörum, en þeirri umsókn hans gat sjóðsstjórnin ekki sinnt, vegna þess að búið var að ráðstafa öllu því, fé, sem ætlað var kaupstöðunum.“

Um frestinn ætla ég ekki að ræða frekar, en ég hygg, að erfitt sé að færa rök fyrir, að hann sé ekki nægilega langur. Ég vil svo að endingu mælast til, að nm. geti orðið sammála um að fresta till., svo að n. gefist kostur á að athuga málið frekar.