16.04.1937
Neðri deild: 40. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 558 í C-deild Alþingistíðinda. (1831)

93. mál, hraðfrysting fisks

*Sigurður Kristjánsson:

Frsm. málsins er ekki viðlátinn, en það er hv. þm. Vestm. En það standa nú svo sakir, að málið var rætt ýtarlega og gerð glögg grein fyrir því við 1. umr., og það sparar mér að hafa um það mörg orð við þessa umr. Ágreiningur í n. er ekki alvarlegur. Eins og nál. ber með sér, þá hafa 2 af nm. í sjútvn., hv. þm. Ísaf. og hv. 3. landsk., gerzt meðflm. að frv., sem mundi fullnægja betur tilgangi þessa frv., ef það næði fram að ganga, en hafa að öðru leyti lýst sig fylgjandi þessari hugmynd, sem í frv. felst. Nú vænti ég þess, að það sé alveg ljóst, að það frv., sem þessir hv. þm. flytja eða eru meðflm. að, nái ekki fram að ganga á þessu þingi, með því að það er ekki enn komið til 1. umr., en ég geri ráð fyrir, að það muni vera hægt að koma þessu frv. í gegn um þingið, ef á því væri góður vilji. — Ég vil svo að öðru leyti vísa til þeirra umr., sem fóru fram við 1. umr. málsins. En ég vænti þess sem sagt fastlega, að þetta mál nái fram að ganga, og ef eitthvað má byggja á þeim velvilja, sem allir flokkar segjast nú bera til sjávarútvegsins, þá er óskiljanlegt, ef þeir liggja svo á þessum mikla velvilja, að þeir ekki geti fengið sig til að taka höndum saman og koma þessu máli fram.