08.03.1937
Efri deild: 16. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 70 í B-deild Alþingistíðinda. (200)

20. mál, fjárforráð ómyndugra

Magnús Guðmundsson:

Það má vel vera, að þessi hæstv. ráðh. telji ekki vert að deila um það, hvort hann hafi farið eftir stjskr. eða ekki, en mér finnst það ekkert hégómamál. Eins og ég sagði, eru þessi lög orðin 100 ára gömul, og það ákvæði, sem hér á að fella úr gildi, hefir aldrei fyrr, svo vitað sé, komið að sök. Samt breytir stj. þessum lögum með bráðabirgðalögum rétt fyrir þing, þótt stjskr. segi, að brýna nauðsyn þurfi til að setja bráðabirgðalög.