10.04.1937
Efri deild: 36. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 776 í C-deild Alþingistíðinda. (2103)

69. mál, tekjur bæjar- og sveitarfélaga

Bernharð Stefánason:

Mér þykir leitt, ef hv. allshn. hefir ekki áhuga fyrir því að skila áliti um þetta mál, og ég verð að segja, að ég sé ekki, að það komi málinu neitt við, þó að útlit sé fyrir, að þinginu fari bráðum að ljúka, því að þetta er nauðsynjamál, sem þarf að afgreiða, hvernig svo sem endalok þingsins kunna að verða. Og ég ætla að tjá hv. n. það, að það lítur beinlínis þannig út með sum bæjarfélög landsins, að þau muni komast í algert þrot á þessu ári, þrátt fyrir kreppuuppgerðina, sem er nýlega afstaðin. Eftir þetta svar vil ég mælast til þess við hæstv. forseta, að hann taki máið samt sem áður á dagskrá hið allra fyrsta.