16.04.1937
Neðri deild: 40. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 48 í D-deild Alþingistíðinda. (2350)

127. mál, verkefni fyrir unga menn

*Flm. (Bjarni Bjarnason):

Ég skal lofa því að vera stuttorður, enda þótt ástæða væri til þess fyrir mig að tala langt mál um þessa þáltill.

Tilefni till. þessarar er það, að fyrir þinginu liggja tvö frv. um ráðstafanir vegna atvinnulausra unglinga. Frv. þessi hafa bæði verið borin fram hér í Nd., og menntmn. deildarinnar fengið þau til meðferðar. N. mun nú vera þríklofin um frv. þessi, og ég bjóst við, að hún myndi skila a. m. k. tveimur nál., en það hefir hún ekki gert. Till. þessi á þskj. 204 er því komin fram til þess að lýsa afstöðu minni til þessa máls í n. Að sjálfsögðu hefði verið ástæða til þess fyrir mig að skýra afstöðu n. nokkuð, en til þess að spara tíma, skal ég ekki fara út í það nú.

Afstaða mín í þessu máli er sú, að fyrir mér vakir meira sú hlið þessa máls, sem snýr að vinnu og kennslu fyrir unglingana, en kaupi. Hin eina tilraun, sem gerð hefir verið með vinnuskóla hér í landi, er vinnuskóli Lúðvíks Guðmundssonar í sambandi við gagnfræðaskólann á Ísafirði, sem hann lýsti í ræðu, er hann flutti í útvarpið um daginn.

Til þess að máli þessu sé sem bezt borgið, eftir því sem nú standa sakir, tel ég það helzt fyrir hendi að vísa því til aðgerða ríkisstj., í trausti þess, að hún sýni áhuga fyrir því og láti athuga, hvað helzt sé hægt að gera í þessu efni. Hvað mig snertir, þá treysti ég stj. vel til þess að gera eitthvað fyrir málið, sem að gagni má verða, og það því fremur, sem þetta er 3. þingið, sem slíkt mál hefir verið borið fram, enda þótt það hafi aldrei náð afgreiðslu, sem ég tel stafa af því, að það hefir aldrei rerið gerhugsað. Það hefir verið meira kapp um að eigna sér málið, reyna að vinna sér með því pólitískt vinfengi, heldur en hitt, að reyna að afla unglingurum vinnu. Þó að ég segi þetta, vænti ég, að ég særi engan með því. Á þskj. 326 liggur fyrir brtt. við till. mína. Ég skal ekki gera það að neinu kappsmáli, hvort hún verður samþ. eða ekki. Það er deildarinnar að skera úr um það, hvort hún vill heldur fela sérstakri n. að rannsaka þetta mál heldur en láta stj. gera það.