20.04.1937
Sameinað þing: 13. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 71 í D-deild Alþingistíðinda. (2423)

138. mál, brunaslys í Keflavík

*Flm. (Héðinn Valdimarsson):

Ég gat ekki verið viðstaddur,þegar fyrst var talað um þessa þáltill.

Ég verð að lýsa því yfir, að ég er mótfallinn brtt. hv. þm. G.-K. Það vakti ekki fyrir okkur, flm. þáltill., að þetta fé gengi til hreppsins, heldur ætti það að vera einskonar sárabætur vegna þess bruna, sem þar varð. Það kann að vísu svo að vera, að mönnum finnist, þegar á að fara að úthluta fénu, að einhver hluti þess eigi að ganga til þess að greiða þann kostnað, sem ennþá er ógreiddur til spítalanna. En það á líka engu síður að ganga til þeirra manna og ættingja þeirra, er sjálfir hafa borgað. Að útiloka þá algerlega frá að fá nokkrar sárabætur finnst mér ekki ná nokkurri átt. Mun ég þess vegna greiða atkv. móti brtt. hv. þm. G.-K.