19.04.1937
Sameinað þing: 12. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 107 í D-deild Alþingistíðinda. (2480)

85. mál, milliþinganefnd í bankalöggjöf o. fl.

*Thor Thors:

Ég ætla ekki að blanda mér almennt í umr. um þetta mál. Hv. 3. þm. Reykv. hefir tekið fram, hver afstaða Sjálfstfl. er til málsins. Það er sannarlega tími til kominn að rannsaka löggjöfina um banka og sparisjóði í þessu landi. Sérstaka áherzlu vil ég leggja á, hvaða ábyrgðir af hendi ríkissjóðs hafa verið á rekstri og starfsemi sparisjóða víða um land. Því verður ekki neitað, að það er full nauðsyn á, að einstakir sparisjóðir geti dregið til sín fjármagn, sem héruðin hafa fram að bjóða, en það hefir minnkað við það, að ríkissjóður hefir ábyrgzt bankana eina. Fyrir skömmu er komið fram frv. hér á Alþ. um að skipa sérstaka n. til að rannsaka löggjöf um hlutafélög hér á landi. Mér skilst, að þetta mál sé nokkuð skylt starfsemi bankanna, og ég vildi þess vegna mælast til þess við ríkisstj., að hún beindi þessu verkefni jafnframt til þeirrar n., sem hér verður kosin til að endurskoða bankalöggjöfina.