17.04.1937
Sameinað þing: 11. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 167 í D-deild Alþingistíðinda. (2642)

153. mál, virkjun Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu

*Stefan Jóh. Stefánsson:

Eins og hv. þm. er kunnugt, liggur fyrir hv. Nd. Alþingis frv. til l. um virkjun Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu. Þetta frv. hefir verið hjá hv. fjhn. Nd., og hún hefir einróma mælt með því, að frv. yrði samþ., en þó hafa 3 nm. áskilið sér rétt til að koma með breyt. við frv., og hafa 2 nm., ég og hv. þm. V.- Ísf., borið fram eina brtt. við þetta frv., og er hún á þá leið, að það sé aðeins heimild fyrir ríkisstj. að veita ábyrgð fyrir virkjun á Laxá, en ekki hitt, eins og það var orðað í frv. upphaflega, að það væri skylda. Nú skilst mér, að ef þingheimur er yfirleitt sammála um að veita þessa ábyrgð, þá væri það fyrir allra hluta sakir heppilegast, að það yrði gert í frumvarpsformi. en ekki með till., þótt ekki væri nema af þeirri ástæðu, að það er vitað um suma erlenda lánardrottna, eins og t. d. Englendinga, að þeir munu ekki láta sér nægja samþykkta ríkisábyrgð í tillöguformi, heldur heimta þeir yfirleitt lög um það. Ég skal ekki segja, hvort lánardrottnar hér á Norðurlöndum t. d. mundu gera samskonar kröfur, en ég teldi rétt fyrir Akureyri, ef hún hefði áhuga, sem es efast ekki um, á að afla sér þessarar ábyrgðarheimildar, að hafa þá það form á þessu, sem fullnægir víðast. Fyrir þær sakir vildi ég bendu hv. flm. þessarar till., hv. þm. Ak., á það, ef möguleikar eru á því að koma fram ábyrgðarheimildum á Alþingi nú, hvort ekki væri heppilegra að reyna að koma áleiðis því frv., sem nú er afgr. frá hv. fjhn. Nd., heldur en að láta samþ. þess till., sem hér er til umræðu. við alþýðuflokksmenn erum fúsir til þess að samþ. frv. með þeirri breyt., sem ég lýsti áðan.