16.02.1937
Sameinað þing: 2. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 9 í B-deild Alþingistíðinda. (8)

Kosning fastanefnda

*Hannes Jónsson:

Ég vildi aðeins beina þeim tilmælum til hæstv. forseta, hvort honum þætti ekki ástæða til að taka til athugunar þá ósk, er ég bar fram á síðasta þingi og ég endurtek nú, að upp verði tekinn sá háttur um skipun utanríkismálan., að allir þingflokkar eigi fulltrúa í n. og að utanflokkaþm. eigi einnig sæti í henni, eins og var um eitt skeið. Þessum tilmælum mínum var í fyrra vísað til þingflokkanna, en það vafðist alllengi fyrir flokkunum að gefa skýr svör, þar til að lokum meiri hlutinn komst að þeirri niðurstöðu, að þetta væri ekki fært. Nú kann að vera, að stjórnarflokkunum sýnist annað í þessu efni, og vil ég því mælast til þess við hæstv. forseta, að hann beri till. mína undir þingheim.

1) Stjarna (*) framan við nafn ræðumanns táknar, að ræðan sé prentuð eftir handriti innanþingskrifara, óyfirlesin af ræðumanni.