21.12.1937
Neðri deild: 56. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 892 í B-deild Alþingistíðinda. (1237)

106. mál, síldarverksmiðjur ríkisins

Forseti (JörB):

Mér hefir borizt skrifl. brtt. frá hv. 3. þm. Reykv., sem stíluð er við 4. gr. frv., um að 1. málsgr. gr. orðist þannig: Stjórn síldarverksmiðjanna skal skipuð 5 mönnum til 3 ára í senn, 3 kosnum hlutbundnum kosningum á Alþ., 1 tilnefndum af Alþýðusambandi Íslands og 1 tilnefndum af útgerðarmönnum. er við verksmiðjurnar skipta, eftir reglum, sem atvmrh. setur. Atvmrh. skipar einn nefndarmanna, formann nefndarinnar til eins árs í senn.