21.12.1937
Neðri deild: 56. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 896 í B-deild Alþingistíðinda. (1242)

106. mál, síldarverksmiðjur ríkisins

*Sigurður Kristjánsson:

Herra forseti! Ég skrifaði undir nál. með fyrirvara, og skal ég með fáum orðum gera grein fyrir, á hverju sá fyrirvari byggðist.

Eins og flestum hv. þdm. er kunnugt, er ég á móti fyrstu 2 gr. frv. og hefi þegar í byrjun þings boðið fram frv. um að fella niður þessar gr. l., sem ganga í gildi, verði frv. samþ. Ég skal taka fram, að það er fleira í þessu frv., sem ég álít, að þurfi lagfæringar, en gangi málsins er nú svo háttað, að ég mun ekki bera fram neinar brtt. til að hefta ekki gang þess, en mun samþ. frv. í þeirri von, að næsta þing geri breyt. á l., en ég vil taka það fram, að ég mun ekki greiða atkv. með neinni brtt., sem ekki er fram komin í þeim tilgangi að greiða fyrir málinu.