11.11.1937
Sameinað þing: 5. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 1254 í B-deild Alþingistíðinda. (1675)

Þingvíti

Forseti (JBald) :

Mér skilst, að mál þetta sé nú orðið nokkuð upplýst. Ég vil þó út af því, sem fram fór á fundi í Sþ. 29. f. m., taka fram, að forseta var þá ekki kunnugt, að hv. þm. hefðu fengið fjarvistarleyfi hjá forsetum deilda, og það upplýstist ekki á þeim fundi. Ég hefði að sjálfsögðu tekið slíkar skýringar gildar þá, hefðu þær komið fram, en svo var ekki, og þegar í ljós kom við atkvgr., sem gekk alltreglega, að allmargir hv. þm. voru fjarverandi, þótti rétt að geta þess, hverjir þeirra ekki höfðu fjarvistarleyfi forseta Sþ. Hinsvegar er það ekki rétt, sem talað hefir verið um, að hv. þm. hafi verið vittir, eins og það er kallað í þingsköpum, heldur aðeins þess getið, hverjir væru fjarverandi án leyfis. Ég skal þó láta þess getið, að í lok 13. fundar í Ed. daginn áður, 28. okt., boðaði hæstv. forseti næsta fund næsta dag að loknum fundi í Sþ., og þennan dag var fundi í Ed. slitið kl. 1,25 e. h. Á sama hátt var fundur boðaður í Nd. Af þessu sést, að fundur í Sþ. 29. f. m. hefir verið ákveðinn á undan deildarfundum, og seinni hluta þessa dags, 28. f. m., var borin út til hv. þm. prentuð dagskrá á sama blaði fyrir fundi í Sþ. og báðum deildum næsta dag.

Út af afsökun hv. 11. landsk., á þá leið, að hann fengi ekki að vita um þingfundi, skal ég taka það fram, að það hefir verið lagt fyrir skrifstofuna að láta bera dagskrár heim til hv. þm. síðari hluta dags. Ef vanræksla verður á þessu, er óskað, að hv. þm. láti af því vita. Að vísu kemur það oft fyrir síðari hluta þings, að fundir standa svo lengi fram eftir kvöldi, að ekki vinast tími til að prenta og bera át dagskrár fyrir næsta dag, en í þetta skipti var slíku ekki til að dreifa, þar sem dagskrá fyrir fund í Sþ. og báðum d. var borin til hv. þm. í sama blaði.

Ég mun þó, eftir þeim upplýsingum, sem fram hafa komið, taka afsakanir hv. þm. til greina og láta geta þeirra í bókun þessa fundar. Að lokum vil ég geta þess, að hv. 8. landsk. hefir eiðan tjáð mér ástæður fyrir fjarveru sinni á umræddum fundi, og mundu þær hafa nægt fyrir fjarvistarleyfi, ef þær hefðu verið fram boruar fyrir fundinn.