25.10.1937
Efri deild: 10. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 368 í C-deild Alþingistíðinda. (2137)

35. mál, rekstrarlánafélög

Bjarni Snæbjörnsson:

Frv. þetta hefir legið fyrir undanförnum þingum, og þarf því ekki að fara mikið út í efni þess, enda er það auðskilið. Það, sem farið er fram á, er, að stofnað sé til rekstrarlána fyrir útvegsmenn í verstöðum eða byggðarlögum, þar sem útgerð er stunduð. Það hefir verið ýtarlega talað fyrir þessu máli á undanförnum þingum, og álít ég óþarfa að fara að endurtaka það hér nú.

Ég vil mælast til, að frv. verði að þessari umr. lokinni vísað til 2. umr. og sjútvn.