16.12.1937
Neðri deild: 52. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 12 í D-deild Alþingistíðinda. (2240)

137. mál, Háskóli Íslands

*Sveinbjörn Högnason:

Ég vil lýsa yfir því, að enda þótt ég fylgi því eindregið, að útvarpsumr. verði um málið, svo að aðiljum gefist kostur á að láta alla þjóðina heyra röksemdir sínar, þá mótmæli ég því algerlega, að það sé nú látið tefja eða hindra að fullu afgreiðslu annara málu á þessu þingi. Auk þess bendir sumt til þess, að hv. sjálfstæðismenn vilji þvælast svo fyrir lausn þessa máls, að ekki ynnist þá tími til að samþykkja það heldur.

Ég gæti fellt mig við tillögu hv. 1. þm. Skagf., ef jafnframt er tryggt, að þingstörf tefjist ekki meir við það en útvarpsumræðutímanum sjálfum nemur. Ég mælist til þess við hæstv. forseta, að hann athugi, hvort þessi úrlausn er ekki bezt.