25.11.1937
Neðri deild: 35. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 473 í B-deild Alþingistíðinda. (732)

113. mál, hafnargerð á Suðureyri

Flm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Það þarf ekki að gera nánari grein fyrir málinu á þessu stigi þess, en ég vil geta þess, að gögn þau um málið, sem vitamálaskrifstofan hefir, verða lögð fyrir n. þá, sem fær það til meðferðar. Það er líkt á komið um þetta mál og mál það, sem hér lá fyrir í gær um hafnargerð á Hofsósi.

Á Súgandafirði er talsverð útgerð og góð skilyrði til fiskiveiða, og sjómenn eru þar ef til vill duglegri en annarsstaðar, þar sem sjór er þarna sóttur allan ársins hring. Verður að telja, að ekki sé betra hægt að gera en að styrkja Suðureyri til að koma upp þeim hafnarmannvirkjum, sem hér er um að ræða. En nú er höfnin of grunn til þess að bátar geti legið þar öruggir, ef illt er í sjó.

Ég legg til, að málinu verði vísað til 2. umr. og sjútvn.