14.12.1937
Sameinað þing: 14. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 663 í B-deild Alþingistíðinda. (972)

21. mál, bændaskólar

Frsm. landbn. Nd. (Steingrímur Steinþórsson):

Ég þarf ekki að tala mörg orð fyrir þessari brtt. á þskj. 364, sem ég ásamt öðrum flyt hér við frv. til l. um bændaskóla. Við leggjum til, að inn í 6. gr. frv. sé sett það ákvæði sem skilyrði fyrir inntöku í skólann, sem samþ. var í Nd. um þetta atriði. Öllum hv. þm. er þetta svo kunnugt, þar sem . það var rætt í báðum d., að það þarf ekki að skýra það. Ég vil aðeins geta þess, að við sem þessa brtt. flytjum, litum svo á, að ekki megi minna vera en að þess sé krafizt af þeim, sem ætla að ganga í bændaskóla, að þeir hafi eitthvað unnið að landbúnaðarstörfum áður, svo að þeir séu ekki alveg eins og álfar út úr hól, þegar þeir koma að skólunum, og eins og þetta skilyrði er nú, að umsækjendur skuli hafa unnið að almennum landbúnaðarstörfum a. m. k. í 2 ár eftir 12 ára aldur, þá er hér ekki um svo strangt ákvæði að ræða. Það er orðið mjög algengt, að unglingar úr kaupstöðum og kauptúnum, sem eitthvað ætla að fást við sveitavinnu, fari í sveit að sumrinu og dvelji þar, og yrði slík dvöl vitanlega talin sem undirbúningur undir inntöku þeirra í bændaskólana, en þó að gengið hafi verið inn á að heimila skólastjórunum að veita undanþágu undir þessum kringumstæðum, ef ástæður þykja til, þá er það gert með það fyrir augum, að aðeins í vissum tilfellum skuli þessar kröfur ekki gerðar, ef sérstök skilyrði eru fyrir hendi.

Ég vil vænta þess, að Alþ. fallist á að setja þetta ákvæði aftur inn í frv. um bændaskóla. Ég lít svo á, að það muni alls ekki vera nein hætta á því, að þessu ákvæði verði misbeitt að neinu leyti, þannig að enginn umsækjandi fái að koma í skólana nema ef alveg sérstakar ástæður eru fyrir hendi, og eins t. d. ef ekki væri hægt að taka alla umsækjendurna inn í skólana, þá yrðu að sjálfsögðu þeir látnir sitja fyrir, sem sýnt hefðu, að þeir ætluðu sér að stunda landbúnaðarvinnu áfram. Hitt hefir dálítið þekkzt, að menn t. d. úr kaupstöðum, sem nokkuð hafa sótt bændaskólana, hafa aldrei komið að neinum landbúnaðarstörfum áður, og ekki heldur eftir að þeir sóttu bændaskólana. Það er í raun og veru mjög óeðlilegt, að slíkir menu saki bændaskóla, ug má telja eðlilegt, að þeir hafi fyrst sýnt, að hugur fylgi máli hjá þeim að stunda landbúnaðarstörf.

Ég skal svo ekki hafa fleiri orð um þetta.