21.12.1937
Sameinað þing: 18. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 670 í B-deild Alþingistíðinda. (984)

21. mál, bændaskólar

*Héðinn Valdimarsson:

Viðvíkjandi því, sem hv. 2. þm. Skagf. sagði um þessa skóla, ætla ég aðeins að bæta við, að ef þesskonar ákvæði er sett við búnaðarskólana, þá er sjálfsögð afleiðing að setja það líka við aðra sérskóla, t. d. verzlunarskólann og samvinnuskólann, að menn hafi verið ákveðinn tíma við verzlun áður en þeir fái inngöngu, og ég er ekki viss um, að flm. þætti það sérlega gott. En ég ætla ekki að deila lengi um þetta, úr því að till. er tekin aftur, en aðeins bæta því við, að ég vænti þess, að hæstv. landbrh. setji ekki samskonar ákvæði í reglugerð. (Forsrh.: Það er einmitt það, sem ég er að boða).