02.05.1938
Sameinað þing: 23. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 188 í B-deild Alþingistíðinda. (100)

1. mál, fjárlög 1939

Stefán Stefánsson:

Herra forseti! Góðir hlustendur! Þá er útvarpsumr. fóru fram um vantrauststill. hv. þm. G.-K., Ólafs Thors, dagana 5.–6. apríl síðastl., gat ég þess í umr., að hagur framleiðenda væri hinn erfiðasti og að sigið hefði á ógæfuhliðina um allan þeirra hag og afkomu í stjórnartið hæstv. ríkisstj. Þá er ég tala um hæstv. ríkisstj. í ræðu minni, á ég við fyrra ráðuneyti Hermanns Jónassonar. Hæstv. fjmrh. treystist eigi til að mótmæla þessu, að því er snertir framleiðendur til sjávarins, enda er það svo vitað og almennt viðurkennt, að það þýðir eigi móti að mæla. Hinsvegar lét ráðh. þau orð falla um landbúnaðinn, að afkoma bændastéttarinnar væri ekki sambærileg við það, sem áður var. Samkv. þessu á hagur bænda eigi aðeins að hafa batnað 3–4 undanfarin ár, heldur á hann að hafa tekið stórfelldum breyt. til batnaðar. Þessi orð hæstv. ráðh. taldi ég gum eitt og yfirlæti og benti á í því sambandi, í fyrsta lagi, að jarðirnar væru teknar af bændum í hópum vegna vanskila og þær seldar eða reynd á þeim sala; í öðru lagi, að bændur eigi hefðu haft efni á því að byggja upp nauðsynlegustu hús á jörðum sínum; í þriðja lagi, að bændur eigi hefðu efni á að halda fólk; í fjórða lagi, að bændur bæru minnst úr býtum allra stétta; og í fimmta lagi, að bændur flýðu sveitirnar. Þessar staðreyndir og margar fleiri taldi ég og tel óræk vitni þess, að hæstv. ráðh. hefir tekið um of djúpt í árina, þá hann taldi hag bænda eigi sambærilegan við það, sem áður var. Að hagur einstakra bænda kunni að vera betri, og þá aðallega í vissum landshlutum, skal ekki dregið í efa. En sé litið á bændastéttina í heild, fara hin stóru orð ráðh. að verða allvafasöm. En honum er nokkur vorkunn, þó að hann reyni af einhverju að státa f. h. ríkisstj., og þá eigi sízt af einhverju því, sem viðkemur sérstaklega bændum, þar sem ráðh. og Framsfl. hafa fyrst og fremst talið sig umboðsmenn og fulltrúa bændastéttarinnar á þingi.

Annars hafa það nú allt til þessa verið fjármálin og hin óviðjafnanlega þekking ráðh. og hæfni á þeim sviðum, er hann hefir verið drýgstur af. En úr því vígi verður nú ekki lengur varizt, þar sem það allt er sundurtætt og öll fjármál þjóðarinnar: ramba á barmi gjaldþrots. Nú gripur ráðh. til. þess að verja hag og afkomu bændastéttarinnar. En svo segir mér hugur um, að það vígi muni eigi betur gefast en vígi það, er áður var byggt úr fjármálunum. Og svo mun fara um flest eða öll þau vígi, er hæstv. ráðh. kann að byggja til varnar sér og þeirri ríkisstjórn, er hér fór með völd árin 1934–1938. Hagur bænda er eigi aðeins betri, heldur ósambærilegur við það, sem áður var, segir ráðh. Ég gæti vei unnt hæstv. ráðh. þess, að þessi orð hans væru sönn. Og ennþá fremur gæti ég unnt bændastéttinni þess. En þá sorgarsögu verður því miður að segja, að í þessum ummælum felst lítill sannleikur eða a. m. k. mjög takmarkaður. Af hverju dregur nú ráðh. þessa ályktun? Dregur hann hana af umsögn annara? Dregur hann hana af persónulegri reynslu eða þekkingu á búskap? Eða er þetta aðeins fullyrðing út í bláinn, er við ekkert á að styðjast? Óneitanlega væri persónuleg reynsla eða kynning hæstv. ráðh. öruggust að byggja á. Reynslu mun hann eigi hafa af búskap. En eigi er ólíklegt, að hann hafi nokkra kynning af ríkisbúunum, er ráðuneytið ræður yfir, og af þeirri kynningu sé ályktun hans gerð. En er nú rekstur ríkisbúanna undanfarin ár þannig, að hann heimili og réttlæti slíka ályktun um afkomu bændastéttarinnar? Hefir hagur þessara búa farið batnandi undanfarin ár? Sé svo, hefir ráðh. nokkra ástæðu til að ætla, að svo muni einnig hafa verið um hag bænda. Til þess að fá úr þessu skorið, mun ég kynna ykkur að nokkru rekstur ríkisbúanna. Mun það vafalaust hafa verið gleymska hæstv. ráðh. að gera það ekki, og því vil ég taka af honum ómakið, veit, að hann muni mér þakklátur fyrir.

Ég mun þó aðeins geta tveggja ríkisbúa, búanna á Vífilsstöðum og Kleppi. Þau liggja bæði nærri höfuðborginni, og því sérstök ástæða til að ætla, að hæstv. ráðh. hafi kynningu af þeim og e. t. v. einhverja reynslu, þar sem eigi er ólíklegt, að hann sem fulltrúi bænda á þingi hafi svo lifandi áhuga fyrir landbúnaðinum, að hann aki þangað við og við í ráðherrabilnum og líti eftir búrekstrinum. Á Vífilsstöðum er allstór búrekstur. Túnið gefur af sér um 2 þús. hesta, og þar munu vera um 40–50 kýr. Búið er aðallega eða nær eingöngu rekið sem kúabú. t3úið er undir stjórn Björns Konráðssonar, en hann er af framsóknarmönnum talinn gæddur óvenjulegum hæfileikum til bústjórnar. Skyldu menn því að óreyndu eigi draga í efa, að búreksturinn undir handleiðslu slíks manns sé til fyrirmyndar. Árið 1937 var seld mjólk frá búinu fyrir tæpl. 34 þús. kr., eða nákvæmlega fyrir 33937.13 kr. En auk þess voru nokkrar aðrar tekjur, og námu tekjurnar alls 41519.33 kr. Útgjöld búsins voru 45619.46 kr., og var því rekstrarhallinn 4100.13 kr. Þess skal getið, að þegar talað er um rekstrarhagnað eða rekstrarhalla ríkisbúanna, eru eigi reiknaðir með vextir af því fé, sem bundið er í búrekstrinum, nema þess sé sérstaklega getið.

Heyskapur er hér svo fljóttekinn og ódýr sem frekast má verða, þar sem allt það land er véltækt, sem heyja er aflað á. Því miður munu þær jarðir teljandi á landinu, þar sem heyja er einvörðungu aflað á véltæku landi. Væri slíkt almennt, mundi afkoma bænda betri en hún er nú. Fyrir hvern lítra mjólkur fær búið við fjósdyr 28 au. Mun það vera 1/3 hærra a. m. k. en verð það, er bændur fá til jafnaðar í mjólkurbúum. Hér er því svo ástatt um heyöflun og mjólkurverð sem bezt má verða. En þrátt fyrir þessi einstöku hlunnindi og þrátt fyrir það þótt engir vextir séu reiknaðir af fé því, sem bundið er í búinu, er rekstrarhalli búsins árið 1937 4100.13 kr. Væri nú leiga reiknuð 4% af matsverði jarðar og bús, en það mun vera um 130 þús. kr., og 6% vextir af rösklega 20 þús. kr. rekstrarláni við ríkissjóð, þá ykjust hin raunverulegu útgjöld búsins um 6400 kr. Og því er hinn raunverulegi rekstrarhalli, að þeim lið meðtöldum, 10500.13 kr. Ef nú búið aðeins hefði fengið 18.66 au. heim fyrir hvern lítra mjólkur, en láta mun nærri, að það sé meðalverð til mjólkurframleiðenda frá mjólkurbúunum, þá hefðu tekjur búsins lækkað um 11347.67 kr. Og þá er rekstrartapið orðið 21847.80 kr. Þetta er nú sýnishorn af þeim búrekstri, er sósíalistar, kommúnistar og hin rauða sveit Framsfl. vill, að verði upp tekinn hér á landi.

Stjórnarflokkarnir hafa gert sér mikið far um að gera lítið úr þeim nefndum og þeim einstaklingum, er reynt hafa að reikna út framleiðsluverð á afurðum bænda, og jafnan talið framleiðsluverð of hátt reiknað. Menn skyldu því halda, að á ríkisbúskapnum væri framleiðsluverð landbúnaðarafurða mjög lágt, og við það miðuðu stjórnarflokkarnir þessar aðfinnslur sínar. En reynslan er sú, að framleiðsluverð er hvergi hærra en í ríkisbúunum. T. d. hefði búið á Vífilsstöðum þurft að fá 37 au. fyrir hvern lítra mjólkur, ef búreksturinn hefði átt að bera sig síðastl. ár. Er þess því að vænta, að hin auma afkoma ríkisbúanna kenni þessum herrum framvegis að taka með sanngirni réttmætum kröfum bænda um framleiðsluverð. Allur heilbrigður búrekstur hlýtur að verða að svara vöxtum af því fé, sem bundið er í, jörð og búi, og það án tillits til þess, hvort þessar eignir eru í skuld eða eigi. Virðast þessir vextir eða leiga ekki geta verið minni en 4% af matsverði jarðar og bústofns.

Þegar bændur eiga jarðir sínar og bú skuldlaust, getur allt bjargast, þótt þeir eigi fái leigu eða vexti eftir þessar eignir sínar. En slíkur búrekstur ber sig ekki, og tæplega hægt að búast við því að bændur uni því að fá enga vexti af því fé, sem bundið er í framleiðslunni. Hversu mundu sparifjáreigendur una því að fá enga vexti af inneignum sínum? Bændur og aðrir framleiðendur eiga sömu kröfu og þeir til vaxta af því fé, sem bundið er í framleiðslunni, og ættu í raun og veru að fá hærri vexti vegna þeirrar áhættu, sem alltaf er bundin við framleiðsluna. Því aðeins, að framleiðslan geti svarað þessum vöxtum, er hún heilbrigð. Annars ber hún sig ekki og hlýtur að falla í mola fyrr eða seinna. Sé nú aftur á móti jörðin og búið í skuld að einhverju eða öllu leyti, en svo mun það því miður vera hjá flestum bændum, hljóta þeir að komast í fjárþrot, gefi búið eigi það af sér, að þeir a.m.k. geti svarað vöxtum af skuldum. Hversu hefði nú farið um búskap skuldugra bænda, hefði hann hlutfallslega borið sig jafnilla og búreksturinn á Vífilsstöðum hefir borið sig á undanförnum árum, hvort heldur mjólkin er reiknuð því verði, sem búið í raun og veru fær, 28 au. pr. lítra, eða sem næst meðalverði, er bændur munu fá greitt frá mjólkurbúunum, 18.66 au. pr. lítra? Því er fljótsvarað. Þeir væru komnir á hausinn með tölu.

Mönnum til fróðleiks mun ég gefa hér samandregið yfirlit um rekstrarafkomu búanna 6 undanfarin ár. Rekstrarafkomu hinna einstöku ára mun ég eigi skýra frá, en aðeins taka heildaryfirlit. Rekstrarhagnaður búsins á Vífilsstöðum öll árin hefir orðið 8 þús. kr. 92 au., eða 1333.49 kr. til jafnaðar á ári. En samkv. þessu yfirliti er ógreidd 4% leiga eftir jörð og bú og 6% vextir af rösklega 20 þús. kr. rekstrarláni við ríkissjóð. Svo sem áður er getið, nemur sú upphæð 6400 kr. á ári, og verður því rekstrarballi búsins í raun og veru 6 undanfarin ár yfir 30 þús. kr. En hefði mjólkurverðið verið 1/3 lægra, gengið út frá meðalverði til bænda, þá mundi rekstrarhalli hafa orðið nær 100 þús. kr. Sé nú tekin rekstrarafkoma árin 1932 til 1934, það ár tekið með til hægðarauka, þó að það tilheyri bæði núverandi og fyrrv. stj., þá er rekstrarhagnaður þeirra að meðaltali kr. 2865.25 á ári. Árið 1935 til 1937 er aftur á móti rekstrarhalli samt. 178.28 kr. á ári. Svipað er að segja um rekstur og afkomu búsins á Kleppi. Árið 1937 var tap á því 2062.97 kr., og eru þá eigi fremur en á Vífilsstöðum reiknaðir vextir af því fé, sem bundið er í búinu, en það skuldar ríkissjóði 142229.68 kr. Séu nú reiknaðir 6% vextir af þeirri upphæð, nema þeir 8533.78 kr., og verður því hinn raunverulegi rekstrarhalli búsins 10596.75 kr. Ef nú mjólkurverðið á Kleppi væri reiknað svo sem á Vífilsstöðum, 18.66 au. fyrir lítra í stað 28 au., ykist tapreksturinn um 7 þús. kr. og þar með rekstrarhallinn upp í 17596.75 kr. Rekstrarhagnaður búsins um 6 ár hefir orðið samtals 20465.59 kr. eða 3410.93 kr. til jafnaðar. Séu tekin árin 1932–1934 er rekstrarhagnaður 7105.89 kr. á ári. Hinsvegar er rekstrartap áranna 1935–1937 284.03 kr. á ári. Rekstrarhagnaður beggja búanna er því til jafnaðar 9971.14 kr. á ári árin 1932–1934. En rekstrarhalli þeirra til jafnaðar árin 1935–1937 462.31 kr. á ári. Árin 1932–1934 vantaði því um 15 þús. kr. til þess, að búrekstur þessara tveggja ríkisbúa bæri sig. En árin 1935 –1937 vantar um 45 þús. kr. til þess, að búreksturinn beri sig. Er því um 60 þús. kr. tap á báðum búunum í 6 ár, og þá miðað við 28 au. verð, en mundi hafa orðið um 100 þús. kr. betur, hefðu búin fengið 1/3 minna, eða 18.66 au. pr. lítra. Meðalverð til bænda mun vera það í hæsta lagi frá mjólkurbúunum. — Þessar tölur eru að vísu eigi nákvæmar, en þær gefa þó ljósa hugmynd um, hvernig búin eru rekin. Og sízt verða þær ráðuneytinu til uppsláttar. Því að þegar ráðuneyti Ásgeirs Ásgeirssonar fór með stjórn 1932–1934, var rekstrarhagnaður hjá búunum tæpar 10 þús. kr. á ári. En árin 1935 –1937, þá er ráðuneyti Hermanns Jónassonar fór með stjórn, var rekstrarhalli.

Af þessu verður það séð, að hafi hæstv. fjmrh. byggt dóm sinn um stórbættan hag bænda á rekstri ríkisbúanna undanfarin ár, hefði dómurinn átt að vera gagnstæður, eða að ósambærilegt væri, hvað hagur bænda væri verri en áður.

Bændur í nærsveitum Rvíkur hafa talið sig þurfa að fá 28 au. nettó fyrir hvern lítra mjólkur, ef þeir ættu að geta rekið bú sitt á heilbrigðum grundvelli, — ætti búreksturinn að bera sig og þeir að geta svarað sköttum og skyldum. Fyrir sama mjólkurverð og ríkisbúin í nágrenni við þá telja bændur sig þess megnuga að greiða alla skatta og skyldur, þar með taldir vextir og afborganir skulda, og er það meira en sagt verður um ríkisbúin, svo sem ég hefi áður getið. Bú bænda eru því rekin á hagkvæmari hátt og ódýrari en ríkisbúin, þrátt fyrir verri skilyrði að ýmsu leyti. Sýnir þetta það, að opinber búrekstur þolir eigi samanburð og stenzt eigi í samkeppninni við einkarekstur, séu aðstæður hinar sömu eða svipaðar. Nú fá bændur í nærsveitum Rvíkur 22–23 au. heim fyrir hvern lítra mjólkur. Samkv. framangreindu geta þeir eigi rekið bú sín með því mjólkurverði. Og sé þetta verðiag borið saman við rekstur ríkisbúanna, er fá 28 au. fyrir hvern mjólkurl., þarf slíkt ekki að þykja undarlegt. Bændur þessir búa á mjög dýrum jörðum. Verð þeirra ákveðst af legu þeirra og góðum skilyrðum, er ábúendur höfðu til mjólkursölu í höfuðborginni, meðan markaður var frjáls. Vegna opinberra ráðstafana, mjólkurlaganna; sem voru nauðsynleg, verður ríkið þess óbeinlínis valdandi, að bændur þessir verða vanskilamenn, vegna þess að þeir eru sviptir hinu háa verði, er þeir vegna legu jarðanna höfðu aðstöðu til að fá, meðan mjólkurmarkaðurinn var frjáls. Gæti eigi verið ástæða til, að létt yrði að nokkru fasteignaveðskuldum af þessum bændum fyrir milligöngu ríkisvaldsins?

Það, sem er mjög áberandi, þegar athugaður er rekstur ríkisbúanna, er hið geysiháa kaupgjald, sem þar er greitt. Væri ánægjulegt, ef bændur gætu greitt sér og sínum og öðrum, er að búrekstri þeirra vinna, slíkt kaup. Bústjórar búanna hafa 3000 og 3420 kr. í kaup, auk húsnæðis og fæðis. Vinnumenn komast upp í 1854 kr. og vinnukonur upp í 838 kr. Hvenar mun búskapur á Íslandi geta greitt slíkt kaupgjald? því miður mun það eiga langt í land. Og sízt mun þess kostur um opinberan búrekstur, eigi hann að bera sig. Mannahald á Vífilsstöðum svarar til þess, að þar hafi verið árið 1937 10 ársmenn, sé bústjóri og yfirfjósamaður með taldir og 3 ársstúlkur. Greitt kaup var 18959.85 kr. Slíkt kaupgjald og mannahald á búi, sem nær eingöngu er kúabú, með 40–50 kýr, það er furðulegt.

Af því, sem ég nú hefi sagt, má ráða það: 1) Að allur búrekstur hér er miklum erfiðleikum bundinn, þar sem ríkisbúskapurinn á Vífilsstöðum og Kleppi þrátt fyrir ágæt skilyrði og þriðjungi hærra mjólkurverð en framleiðendur fá til jafnaðar í mjólkurbúunum, eigi hafa getað 3 undanfarin ár svarað einum einasta eyri í vexti af því fé, sem bundið er í búunum, þegar tekinn er jöfnuður allra áranna.

2) Að bændur í nágrenni Rvíkur geta rekið heilbrigðan búrekstur, sem m. a. svari vöxtum og afborgunum af því fé, sem bundið er í jörð og búi, fái þeir sama verð fyrir hvern lítra mjólkur og greitt er í ríkisbúunum.

3) Að einkarekstur á búskap er hagkvæmari og ódýrari en opinber rekstur, séu skilyrði svipuð eða hin sömu.

4) Að ef svo hefði gengið undanfarið um búrekstur bænda sem um ríkisbúin, væru allir skuldugir bændur með öllu fjárþrota. En þeir bændur, er átt hafa jarðir sínar og bú skuldlaust, hefðu engan arð fengið af þessum eignum sínum.

5) Að allur búskapur er dauðadæmdur í framtíðinni, ef eigi tekst að reka hann með betri árangri og arðvænlegri afkomu en orðið hefir til jafnaðar 3 síðastl. ár í ríkisbúunum á Vífilsstöðum og Kleppi.

Enda þótt afkoma ríkisbúanna árið 1937 hafi orðið svo aum sem ég nú hefi lýst, þá mun afkoma bænda það ár hafa orðið nokkru skárri en undanfarið. Og byggist það fyrst og fremst, ef ekki eingöngu, á auknu afurðaverði á ull og gærum. En þessi hækkun verðlagsins og batnandi hagur bænda, er af því kann að leiða, er á engan hátt að þakka aðgerðum ríkisvaldsins eða stjórnarflokkanna. Það er aðeins að þakka hækkandi verði erlendis. Það að sum kaupfélög kunna að hafa bætt nokkuð hag sinn við S. Í. S. síðastl. ár, mun byggjast á þessu hækkaða verði og ennfremur á því, að bændur í þeim héruðum, er mæðiveikin geisar í, hafa lógað óvenju mörgu af fé sínu af ótta við veikina. En það kemur fram á minnkandi fjárstofni og versnandi afkomu næsta ár. En þótt nú þetta eina ár kunni að hafa orðið bændum hagkvæmara en undanfarin ár og þeir því getað staðið eitthvað betur í skilum, hvað verður þá á þessu ári? Nú er verð á ull og gærum stórfallandi, mun þegar vera fallið um 30–50%. Verð á útlendum nauðsynjavörum fer hækkandi, m. a. fyrir nýjar tollaálögur hv. stjórnarflokka. Kaupgjald fer einnig hækkandi. Skuldugustu bændurnir eru þó að jafnaði þeir, sem erfiðast eiga og eru sviptir vaxtastyrk af fasteignaveðslánum, sem þeir hafa notið undanfarið. Á það má minna, að bændur munu eigi hafa staðið hefur í skilum um greiðslu vaxta og afborgana af fasteignaveðslánum um síðastl. áramót en þeir hafa gert undanfarið, og sýnir það m. a., að hagur þeirra muni eigi hafa stórum batnað. Ríkisstj. hefir því af litlu að státa, að því er snertir hag og afkomu bændastéttarinnar. Hið hækkaða afurðaverð til bænda síðastl. ár er eigi henni að þakka. Og það er að skreyta sig með stolnum fjöðrum, vilji hún þakka sér þá hækkun og þá lítilfjörlega bættu afkomu, er hún kann að hafa veitt bændum.

Eitt meðal annars, er leiðir af hinni erfiðu afkomu landbúnaðarins, er flóttinn úr sveitunum til kaupstaðanna og kauptúnanna. Ég hefi borið fram í Sþ. till. til þál. um, að skipuð yrði þriggja manna n. til þess að rannsaka ástæður flóttans úr sveitunum og jafnframt til að gera till. um, hvað gera mætti af löggjafans hálfu til að ráða bót á þessu þjóðarböli. N. sé skipuð einum fulltrúa frá félagi héraðsskólakennara, öðrum frá Búnaðarfél. Ísl., og formann skipi landbrh.

Allir munu sammála um, að flóttinn úr sveitunum sé ein hin mestu vandræði þjóðarinnar, og það því fremur sem atvinnuleysi og erfiðleikar fara sívaxandi í kaupstöðunum. Og verður því aðstreymið aðeins til að auka á erfiðleika og atvinnuleysi þar. Fólk þetta verður allajafna fyrir sárustu vonbrigðum. Það finnur hvorki gull né græna skóga, svo sem það gerði ráð fyrir. Aðeins blasir við því atvinnuleysi og örbirgð. Oft lendir þetta fólk, og þá að jafnaði vegna atvinnuleysisins, út í pólitískar öfgar og annað, er miður má fara, er sízt verður að telja uppbyggilegt fyrir þjóðfélagið. Ég skal geta þess, að á árunum 1900–1930 fækkaði fólki í sveitum um 12444, og síðan 1930 hefir því fækkað sem næst um 300 manns á ári hverju. Það er því ekki aðeins hin eðlilega fólksfjölgun í sveitinni, er flýr þaðan, heldur verður þar jafnframt fækkun ár frá ári. Með slíku áframhaldi eru fullar líkur til þess, að sveitirnar muni tæmast. — Þó vil ég og geta þess í sambandi við nefndarmanninn frá félagi héraðsskólakennara, að hann er til nefndur vegna þess, að þessir menn hafa stöðu sinnar vegna haft tækifæri til að kynnast æskunni í skólunum, og jafnframt og öllu fremur vegna þess, að ég vil fá skólana til þess að vinna að því, að sveitaæskan, er skólana sækir, flýi ekki sveitirnar að náminu loknu. Skólarnir eiga að gera æskunni það ljóst, að hún vinnur bezt landi og þjóð með því að fórna sveitunum og landbúnaðinum kröftum sínum og þannig stuðla að því, að jafnaldrar þeirra, er eigi eiga kost á því, að sækja skólana, geri slíkt hið sama. Með því að skapa þannig hreyfingu meðal æskunnar um byggðir landsins mætti koma meira til leiðar heldur en möguleikar væru til með nokkrum lagaboðum.

Í 16. tölubl. tímans þ. á. er prentaður upp kafli úr ræðu hæstv. fjmrh., er hann flutti við vantraustsumr. 5. apríl síðastl. Þar segir svo:

„Þá er eigi síður óviðfelldið að liggja undir ámæli þessara manna fyrir skuldasöfnun við útlönd, þar sem sú staðreynd liggur fyrir, að hækkun heildarskulda þjóðarinnar hefir einmittt verið stöðvuð í tíð núverandi stjórnar“.

Þetta er hv. lesendum, eða a. m. k. hv. kjósendum Framsfl. ætlað að melta og taka sem góða og gilda vöru. Það er vægast sagt mjög leiðinlegt að maður, sem situr í ráðherrasæti, skuli leyfa sér að hera slíka staðlausa stafi, slíka tálbeitu, á borð fyrir kjósendur Framsfl. og ætla þeim að gleypa. Ekki einn einasti samflokksmaður ráðh. á þingi, og því síður aðrir þm. efast um, að skuldirnar hafi stóraukizt í tíð núverandi stj. Þá er eigi hægt að blekkja. Til þess eru þeir of kunnugir öllum málavöxtum. En almenningi úti um byggðir landsins, er hefir lítil skilyrði til að afla sér þekkingar í þessum efnum og einu sinni treysti hæstv. fjmrh. til að fara með fjármál ríkisins, er ætluð þessi andlega fæða.

Enda þótt þessar fullyrðingar hæstv. ráðh. hafi verið áður hraktar hér í útvarpinu, mun ég fara hér með nokkrar tölur, er hann mun eigi vefengja, en sýna það ótvírætt, að hæstv. ráðh. er eigi upp úr því vaxinn, enda þótt gera mætti kröfu til þess af manni í hans stöðu, að hagræða sannleikanum, telji hann það við eiga.

Í áliti skipulagsnefndar atvinnumála, hinni svo kölluðu Rauðku, er á bls. 36 birt yfirlit frá hagstofunni um skuldir þjóðarinnar allmörg undanfarin ár til ársloka 1934. Samkvæmt því eru skuldir í árslok 1933 74,6 millj. kr. Á bls. 56 segir svo: „Í árslok 1935 hafa skuldirnar við útlönd því verið rétt við 100 millj. kr., og Sogsvirkjunarlánið þó enn að litlu leyti talið.“ Sé því láni bætt við, aukast skuldirnar upp í a. m. k. 105 millj. kr. Hafa því skuldirnar vaxið frá 1933 til 1935 samkvæmt áliti skipulagsnefndar um 30 millj. kr. Á árinu 1934 uxu skuldirnar við útlönd allverulega. Telur hagstofan samkvæmt yfirlitinu, sem ég áður gat um, að þær hafi vaxið um 9 millj. kr. eða upp í 83,4 millj. kr. Rauðka telur þó, að skuldirnar í árslok muni hafa verið 93 millj. kr. Hæstv. ráðh. mun vilja afneita árinu 1934, en að sjálfsögðu ber hann ábyrgð á því ári ásamt fyrrv. fjmrh., Ásgeiri Ásgeirssyni. Ef við nú samt sem áður sleppum árinu 1934, þá hafa skuldirnar eigi að síður vaxið um 12 millj. kr., sé uppgjör Rauðku á skuldum í árslok 1934 lagt til grundvallar, en um 22 millj. kr. sé miðað við yfirlit hagstofnunar í árslok 1934. Hversu svo sem farið er að til að létta af hæstv. ráðh. skuldaaukningu, verður eigi komizt neðar en í 20 millj. kr., en allar líkur benda til, að þar muni óhætt að bæta við nokkrum millj. kr. Þrátt fyrir þetta segir hæstv. ráðh., að það sé staðreynd, að skuldirnar við útlönd hafi eigi vaxið í tíð núverandi stj. Ef til vill telur ráðh. það enga aukningu skulda, þótt þær hækki um 2–3 tugi millj. kr. Ef svo er, mun slíkt alveg ný fjármálauppgötvun, sem hæstv. ráðh. ætti að fá „patent“ á bæði utanlands og innan.

Fjárhagsafkoma þjóðarinnar er hin erfiðasta og útlitið framundan mjög ískyggilegt. Mun það Iakara en menn gera sér nokkra grein fyrir. Bezta sönnun þess er hin nýja lántökuheimild, þar sem hæstv. fjmrh. fer fram á, að honum leyfist að taka 12 millj. kr. lán.