19.03.1938
Neðri deild: 29. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 747 í B-deild Alþingistíðinda. (1138)

61. mál, ríkisborgararéttur

Sveinbjörn Högnason:

Það mun ekki hafa verið venja að afgreiða frá d. leyfi til íslenzks ríkisborgararéttar nema allshn. hafi gefizt kostur á að kynna sér. hvort skilríki viðkomandi manns væru í lagi. En eins og flm. brtt. á þskj. 105 skýrði frá, hafa skilríki þessa manns ekki legið fyrir n., og hefir því ekki verið hægt að athuga, hvort þau eru eins og vera ber. — Ef svo skyldi vera, að þessi umsækjandi á þskj. 105 hefði öll sín gögn og skilríki í lagi, en óhugsandi að samþ. að veita íslenzkan ríkisborgararétt, án þess að rannsókn á þessu fari fram í n., þá vildi ég mælast til þess, að málið yrði tekið út af dagskrá í þetta sinn.