03.05.1938
Neðri deild: 60. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 803 í B-deild Alþingistíðinda. (1276)

57. mál, eftirlit með skipum

Frsm. (Finnur Jónsson):

Þetta frv. er komið frá Ed. og hefir áður verið flutt að tilhlutun mþn., þar sem það hefir fengið mjög rækilega athugun. N. hefir athugað frv. nokkuð rækilega, og er á einu máli um það, að í þessu frv. felist ýms ákvæði, sem séu mjög til bóta um skipaskoðun, frá því sem nú er. Og hefir n. orðið ásátt um að leggja til, að frv. verði samþ. eins og það kemur frá Ed., nema með 2 litlum brtt., sem eru í raun og veru ekkí annað en leiðrétting. Þessar brtt. eru á þskj. 403. Fyrri till. er leiðrétting; í 15. gr. er skökk tilvitnun, það á að vera í 11. gr. í stað 9. gr. Ennfremur hefir í ógáti verið lækkað hámark sektarákvæða fyrir að sigla skipi úr höfn, úr 5 þús. kr. niður í 500 kr. Hvorttveggja breyt. því aðeins leiðrétting.