07.05.1938
Efri deild: 68. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 811 í B-deild Alþingistíðinda. (1306)

118. mál, sælgætisvörur blandaðar fisklýsi og jurtaefnum

Erlendur Þorsteinsson:

Hv. frsm. er ekki viðstaddur, og vil ég því hlaupa í skarðið fyrir hann. Ágreiningur er enginn í n. um frv., og hefir hún öll komið sér saman um að mæla með, að það verði samþ., m. a. vegna þess, að n. vill gjarnan, að þessi tilraun sé gerð. Annars eru í 3. gr. svo ströng ákvæði um útflutningstímann, að n. taldi enga hættu stafa af því, að frv. yrði gert að l. N. hefir ekki sett nein ákvæði um, að útflutningsgjald skuli lagt á þessa vöru, en það verður eflaust gert og þá lagt á 11/2 % gjald, eins og á aðrar útflutningsvörur.