22.04.1938
Neðri deild: 51. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1036 í B-deild Alþingistíðinda. (1416)

107. mál, sveitarstjórnarkosningar

*Flm. (Gísli Sveinsson):

Herra forseti) Ég þykist vita, að allir hv. þdm. hafi þegar kynn! sér, eftir að frv. það, sem nú er til umr., á þskj. 272, kom fram, að það sé á fullum rökum byggt, að breyta a. m. k. í þessu eina tilliti ákvæðum hinna nýju l. um sveitarstjórnarkosningar. Þess er getið í grg., að það sé að vísu ekki fullljóst, hvort ætlazt hafi verið til þess, að reglan úr alþingiskosningalögunum gilti undir öllum kringumstæðum við sveitarstjórnarkosningar, en eins og hv. þm. vita, er á fleiri stöðum vitnað til alþingískosningalaganna,svo að það myndi verða talið líklegt, að það yrði að fylgja þeim í þessu tilfelli líka.

Ég og fleiri þm. vilja taka af öll tvímæli um þetta, og tilmæli um að taka þetta til athugunar hafa komið frá fleiri stöðum á landinu frá þeim aðiljum, sem eiga að hafa umsjón með þessum málum.

Ég á ekki von á því, að hv. þm. fari að andmæla þessu máli, ekki út frá neinum þeim forsendum, sem hafi við rök að styðjast, því að hver sem tilætlunin hefir verið með hinni nýju löggjöf um sveitarstjórnarkosningar, þá er það vist, að ekki gætir ennþá mikils flokkadráttar í þeim kosningum viða í héraði, og ég vona, að það haldi sér sem lengst, að til þess þyrfti ekki að koma. Þó að ekki hefði staðið svo á sem hér, hefði ég talið óþarft, að þeir, sem væru í kjörstjórn og fólkið vildi kjósa í sveitarstjórn, yrðu neyddir til að víkja sæti, en það er greinilegt, að það verður óhjákvæmilega að gera ráð fyrir því, að þeir þurfi ekki að víkja sæti, því að nú er svo komið, að með væntanlegum listakosningum verða mjög margir í kjöri, og gæti þá auðveldlega að því rekið, að eigi yrði ráð á nægilega mörgum hæfum mönnum til þess að annast kjörstjórnarstörf.

Ég þykist ekki þurfa að mæla frekar með þessari lagabreyt., en vænti þess, að henni verði það vel tekið, að hv. þm. og hæstv. forseti vildi annast um það, að málinu yrði flýtt hið mesta, svo að það næði fram að ganga á þessu þingi. Ég vil svo leyfa mér að leggja til, að málinu verði, að þessari umr. lokinni, vísað til 2. umr., og ef vildi til hv. allshn., um leið og ég get þess, að ég tel enga þörf á, að það fari í n. Málið er það ljóst og sjálfsagt, að ég tel þess ekki þurfa, en mun þó ekki hafa á móti því.