12.04.1938
Neðri deild: 47. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1046 í B-deild Alþingistíðinda. (1471)

32. mál, lífeyrissjóður ljósmæðra

*Bjarni Ásgeirsson:

Ég minntist á það við 2. umr. þessa máls hér í d., að eftir því sem 8. gr. frv. var þá túlkuð af hv. þm. N.-Ísf., þá myndi réttara að bæta nýjum málslið við hana. Enn hefir engin brtt. komið fram um þetta, og því hefi ég leyft mér að koma hér fram með skrifl. brtt. um, að á eftir orðunum „ákvæðum í fjárlögum“ í síðasta málslið gr. komi: „eða samkv. ákvörðun ljósmæðralaga“.