10.05.1938
Neðri deild: 70. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1121 í B-deild Alþingistíðinda. (1654)

119. mál, lántaka fyrir ríkissjóð

Einar Olgeirsson:

Út af því nál., sem útbýtt er frá 1. minni hl. fjhn. og hv. þm. G: K. hefir rætt hér dálítið, og gerði grein sérstaklega fyrir afstöðu Sjálfstfl. til þessa máls, þá er það alveg auðséð, að Sjálfstfl. leggur sérstaklega upp úr því að skella allri skuldinni á ríkisstj. fyrir þau gjaldeyrisvandræði, sem séu, og fyrir þær ógöngur, sem að ýmsu leyti er nú komið í með skuldamál okkar Íslendinga út á við. Ég álít, að hér sé rangt að farið, og það sé alls ekki fyrst og fremst ríkisstj., sem eigi sökina, að svo miklu leyti sem sakir eru fyrir hendi um það, hvernig komið er skuldum okkar utanlands og þeirri hættu, sem af þeim stafar, og gjaldeyrisvandræðum, sem nú eru. Það má fyrst og fremst rekja slík vandræði til valdhafanna yfir bönkum landsins, og þá fyrst og fremst Landsbankans. Við höfum svo oft haldið þeirri skoðun fram og rökstutt hana, að óþarft er að lengja umr. um málið nú. En það, sem má saka hæstv. ríkisstjórn um, er, að hún beiti ekki nógu mikið sínu valdi og rísi ekki nægilega á móti yfirráðum bankavaldsins. Hinsvegar verður þess mjög vart í hvert einasta skipti, sem þm. Sjálfstfl. gera grein fyrir sínu atkv., að þeir bera alltaf blak af bankastjórninni og koma þeirri sök, sem réttilega er þeirra eigin, yfir á ríkisstj. Ég vil þess vegna að það komi greinilega fram í sambandi við þessar umr., hver okkar skoðun er, því að þetta skiptir vitanlega mjög miklu máli um alla fjármálapólitík landsins og afstöðu þeirra aðilja, sem völdin hafa, ríkisstjórnin annarsvegar og stjórn bankamálanna hinsvegar. Það kemur greinilega fram, að sjálfstæðismenn reyna sem allra mest að komast hjá því að ræða nokkuð ábyrgð Landsbankans gagnvart gjaldeyrismálum og skuldamálum og hættu þá, sem af okkar erlendu skuldum stafar. Viðvíkjandi svo þessu frv. og þessari nýju, stóru lántöku, þá vil ég endurtaka það, að við álitum þetta lán nauðsynlegt og viljum gjarnan taka dýpra í árinni, að við álitum það í raun og veru óhjákvæm í legt. Og út af því, að heppilegra sé að taka 12 millj. kr. lán en ekki 5 millj., þá álít ég nauðsynlegt, að ríkisstj. hafi leyfi til að taka 12 millj. kr. lán strax í ár, og meira að segja líklega heppilegra, að hv. ríkisstj. væri frekar en hitt gefið undir fótinn frá Alþingi, að hún hefði meira frjálsræði með nokkuð af þessum gjaldeyri, ef unnt hefði verið að setja eitthvað af honum, sem ekki þyrfti að nota á þessu eða næsta ári í fyrirtæki, sem öruggt er, að gæfu atvinnu og sköpuðu erlendan gjaldeyri eða spöruðu hann. Jafnframt álítum við tilfærslu skulda erlendis mjög heppilega, og það er mál, sem við hvað eftir annað höfum vakið eftirtekt á, þótt það fengist lítið athugað. Ég vil rétt skjóta því inn i, að \orðmenn hafa tekið lán í Sviss til að borga með eitthvað af sínum gömlu skuldum, þar sem þeir fá lán fyrir 3% til að borga upp lán, sem 5% hvíldu á. Þetta er nokkuð, sem við þurfum alvarlega að athuga. Sama gildir um það, hvað snertir þá hugsanlegu möguleika, sem líka hefir verið bent á, sérstaklega af okkur, ef að einhverju leyti þyrfti að grípa til að birgja landið upp af vörum, bæði vegna styrjaldarhættu, og líka ef til vill ef hafísinn færi að gera óskunda hér. Þess vegna vil ég segja það strax viðvíkjandi afstöðu okkar kommúnistanna, að það kemur ekki til mála að vera á móti frv. En í raun og veru eru það tvö skilyrði, sem frá okkar sjónarmiði þyrfti að fullnægja til þess, að við gætum verið með lántöku sem þessari. Annað skilyrðið er viðvíkjandi bankavaldinu. Hitt snertir aðstöðuna út á við. Hvað snertir fyrra atriðið, þá höfum við svo oft haldið fram, að það sé í raun og veru bankavaldið, sem hefir ráðið á undanförnum árum, hvernig lánum hefir verið ráðstafað og hvernig féð hefir verið notað, og fyrir óstjórn, sem á bankamálum hefir verið og lánastarfsemi yfirleitt. hafi tugir millj. tapazt á þessum árum og skuldir þjóðarinnar orðið eins miklar og þær eru. Við álítum þess vegna, að þar sem reynslan sé svona slæm á því, hvernig lánin eru notuð, þegar Landsbankavaldið hefir ráðið, þá sé það ófært, að slíku haldi áfram.

Og nú höfum við heyrt það í framsöguræðu hæstv. fjmrh., og sjáum líka á grg., að gert er ráð fyrir því, að ríkisstj. ein ráði, hvernig þessu láni verður ráðstafað. Það er gert ráð fyrir því, að hún láni til bankanna, og hún ennfremur ráðstafi, hvort þetta fé sé lagt á sjóð. Hún gengur víst út frá því yfirleitt. Þannig að við teljum, að í grg. hæstv. ráðh. komi fram vilji til þess hjá ríkisstj. að ráðstafa þessu láni, án þess að Landsbankavaldið ráði þar um, a. m. k. hafi þar nein afgerandi ráð. Að vísu verð ég nú að segja, að eftir reynslunni verður maður varlega að treysta því. að ríkisstj. láti ekki Landsbankavaldið hafa fullmikil áhrif á sig. Hinsvegar myndum við samt, eftir því sem fram hefir komið viðvíkjandi þessu máli, láta þó þennan vilja hæstv. ráðh., sem okkur virtist koma frum í grg. og framsöguræðunni, nægja til þess að álíta, að þessum skilyrðum sé sæmilega fullnægt. Og í von um það, að hæstv. ríkisstj., ef þar kemur til einhverra átaka, verði sjálfstæðari gagnvart Landsbankavaldinu heldur en hún því miður oft hefir verið áður. Við munum þess vegna ekki bera fram neina brtt„ sem snertir þetta mál, heldur álítum það þolanlegt eins og viðhorfið er. Þá er viðvíkjandi því, sem snýr að erlenda bankavaldinu, og þó fyrst og fremst Englendingum. Við höfum hvað eftir annað vakið eftirtekt á, hve ósjálfstætt Ísland í ranninni er orðið gagvart erlendum fjármálum, sérstaklega auðvaldsins á Englandi. Við álítum, að þetta sé hættulegt, ekki aðeins okkar fjárhagslega sjálfstæði, heldur beinlínis okkar almenna þjóðernislega og stjórnmálalega sjálfstæði. Eins og nú öllum þm. er kunnugt, hafa ensku bankarnir komið fram með skilyrði og skilmála, sem við höfum orðið að ganga inn á fyrir 4 árum. Við álítum, að með þessari nýju lántöku eigi a. m. k. að gera tilraun til þess að reyna að bæta úr þeirri einangrun, sem við erum í, og reyna að komast úr þessu vandræðaástandi, sem við erum nú í gagnvart enskum bönkum. Það er nauðsynlegt, að kæmi fram í sambandi við þessa lántöku sá vilji þingsins eða vilji stjórnarinnar, að þetta væri reynt, þannig að það fengist viðurkenning á þeirri hættu, sem felst í því, hvað sterk áhrif ensku bankanna eru orðin, og væri sýnd viðleitni til þess að varast þessa hættu eða draga úr henni. Þess vegna höfum við flutt brtt. um að bæta við eftir 2. málsgr. 1. gr., að leitast verði við að taka lánið annarsstaðar en þar, sem skuldirnar eru mestar. Formið á þessari brtt. var haft eins milt og hægt var. Og svo framarlega sem þessi brtt. verður samþ., munum við greiða atkv. með láninu. Nú segir hæstv. fjmrh. í sínu stutta andsvari áðan, að jafnvel þótt menn væru með efni þessara brtt., þá væri í raun og veru ekki fært að samþ. hana og set ja þannig ákvæði í lögin. Ég hafði einmitt búizt við þess háttar andmælum og var einmitt við því búinn, að það myndi koma fram ósk um það, að brtt. væri ekki samþ. Vil ég í því sambandi segja, og beina því sérstaklega til fjmrh., ef hann er nálægur, að ef fram kæmi frá fjmrh. í ræðu yfirlýsing um það, að þetta lán yrði tekið annarsstaðar en þar, sem skuldirnar eru mestar, þá myndum við skoða það jafngilt. Myndum við þá taka okkar brtt. til baka og greiða atkv. með lántökunni. Ég get ósköp vel skilið, að formlega séð er óþægilegt að hafa þessháttar ákvæði beinlínis í lögunum sjálfum. Hinsvegar liggja engar yfirlýsingar fyrir um þetta hvorki í fyrstu ræðunni eða svarræðu hæstv. ráðh. Við munum, eins og ég sagði áðan, sitja hjá við atkvgr. frv., ef okkar brtt. verður felld.