11.05.1938
Efri deild: 75. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1132 í B-deild Alþingistíðinda. (1672)

119. mál, lántaka fyrir ríkissjóð

*Erlendur Þorsteinsson:

Herra forseti! Þegar málið var til 2. umr., hafði fjhn. að vísu komið saman og lítillega athugað mál þetta, en eins og hv. formaður skýrði frá, tók ég ekki afstöðu til málsins, og eftir því sem hv. 1. þm. Reykv. upplýsti síðar í ræðu sinni, þá hefir hann ekki gert það heldur, þ. e. a. s. að hann tæki þá afstöðu að sitja hjá við atkvgr., en þegar hann vissi, hvaða afstöðu ég hafði, lýsti hann því yfir, að hann væri óbundinn líka.

Hér er um stórmál að ræða, og voru ýmis atriði í sambandi við það, sem ég óskaði eftir að fá upplýsingar um hjá hæstv. fjmrh. Þær hefi ég fengið, og mun ég og við alþflmenn hér í d. taka sömu afstöðu og þm. flokksins í Nd. og greiða atkv. með frv.