19.04.1938
Efri deild: 49. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1135 í B-deild Alþingistíðinda. (1678)

102. mál, skattgreiðsla útgerðarfyrirtækja botnvörpuskipa

Flm. (Magnús Jónsson):

Það er auðvitað sjálfsagt, að fjhn., sem ég á sæti í, athugi þetta atriði, ef málið kemur fyrir hana. En það er auðvitað, að því minna vinnst fyrir ríkissjóð sem tapið er meira, sem færist til næstu ára. En hér er um að ræða 3 ára bil, og þessi fyrirtæki geta í góðærum verið furðufljót að afla fjár.

Um það, að hærri álögur á útgerðina í Hafnarfirði en hér stafi ekki af meiri þörf bæjarsjóðs, heldur af hærri skattstiga, er það að segja, að ég býst við, að skattstiginn sé yfirleitt sniðinn eftir þörfinni. En það er rétt, að skattstiginn er þar annar, hærri á lægri tekjunum — og ég held reyndar, að hann sé hærri upp úr, en þó mismunar þessu meira á lægri tekjunum.