11.05.1938
Neðri deild: 74. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1325 í B-deild Alþingistíðinda. (1954)

34. mál, atvinna við siglingar

*Frsm. minni hl. (Finnur Jónsson):

Þetta frv. hefir tekið nokkrum breyt. til bóta í hv. Ed., nema að einu leyti til hins verra. Með brtt. þar hefir ekki aðeins verið afnumin skyldan til að hafa stýrimann og vélstjóra á bátum undir 30 rúmlestum, heldur líka á öllum síldarskipum, sem eru tvö saman um nót, og eins þó að þau komi ekki daglega að landi. Þetta finnst mér svo mikið ábyrgðarleysi. að ég ber fram brtt. um, að slíkar undanþáguheimildir verði felldar niður. Það er vitað, að það er svo um þessa síldarbáta fyrir Norðurlandi, að þeir koma ekki að landi í marga daga í senn, og það er ekki í samræmi víð neitt annað í l. að hafa þetta eins og hv. Ed. hefir gengið frá því.

Það hefir komið fram almennur vilji um, að l. yrðu endurskoðuð í ár. Um það hefi ég ekki borið fram till., annað en það, sem felst í þeim brtt., sem ég ber fram nú. Það er eflaust samkomulag um, að l. beri að endurskoða, en þar sem ég fer mjög skammt í mínum brtt., svo skammt, að ég hefi slæma samvizku, trúi ég ekki öðru en að hv. d. samþ. þær.