05.04.1938
Neðri deild: 41. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1434 í B-deild Alþingistíðinda. (2125)

Afgreiðsla þingmála

Bjarni Ásgeirsson:

Úr því farið er að lýsa eftir málum, þá langar mig að grennslast eftir, hvað líði máli, sem ég flutti snemma á þinginu um að samræma vegalögin. Málinu var vísað til allshn. og hefir legið þar lengi, en ekkert hefir heyrzt frá henni um það. Ég vildi nú vænta þess, að n. færi að afgr. málið.