01.04.1938
Efri deild: 38. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 293 í C-deild Alþingistíðinda. (2690)

85. mál, skrifstofufé sýslumanna og bæjarfógeta o. fl.

Þorsteinn Þorsteinsson:

Ég hefi litið yfir frv. og finnst nokkurrar ósamkvæmni gæta í því. T. d. er ekki tillit tekið til þess erfiðis, sem nú er orðið á því að innheimta skatta og tolla. Þetta er nú orðið meiri erfiðleikum bundið fyrir sýslumenn en áður var. Ég verð að segja, að ég vænti brtt. frá hv. allshn. til lagfæringar á þessu. Ég hefi ekki ástæðu til að vænta annars en að hv. n. sýni þar fulla sanngirni, enda hefir mér heyrzt á henni, að hún vilji gjarnan heyra hljóðið í þeim mönnum hér á þingi, sem mesta reynslu hafa í þessu efni. Mun ég því ekki koma með neina brtt., fyrr en ég hefi séð, að n. muni ekki ætla sér að kippa því í lag, sem aflaga fer í þessum málum.