11.05.1938
Sameinað þing: 30. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 47 í D-deild Alþingistíðinda. (2850)

128. mál, tilraunastarfsemi landbúnaðarins

Flm. (Steingrímur Steinþórsson):

Lanbnm. Nd. hafa orðið ásáttir um að bera fram þessa þáltill. á þskj. 413, um skipun n. til þess að gera tillögur um tilraunastarfsemi landbúnaðarins. Ég get að nokkru leyti vísað til grg. till., en verð þó að segja örfá orð, til þess að hinu háa Alþ. verði ljóst, hvað fyrir okkur flm. vakir. Ég lít svo á, að þetta sé mikið nauðsynjamál, þó að það ef til vill geti ekki talizt stórmál. Það er almennt viðurkennt þar, sem landbúnaður er stundaður nokkuð að ráði, að nauðsynlegt sé að reka mikla tilraunastarfsemi í sambandi við hann. Landbúnaðurinn er stundaður á þann hátt, að bændur verða að geta stuðzt við niðurstöður slíkra tilrauna. En það er svo. að tilraunastarfsemi eins lands kemur oft að litlum notum í öðru landi, vegna þess að viðfangsefnin eru mjög ólík, eftir náttúruskilyrðum og búskaparháttum á hverjum stað. Þetta á ekki hvað sízt við hjá okkur Íslendingum, því að Ísland hefir svo sérstaka jarðfræðilega aðstöðu, að jarðvegsskilyrði eru hér með allt öðrum hætti en í nágrannalöndum vorum. Ræktunaraðferðir og meðferð okkar á búfé er einnig allt önnur hér en tíðkast viðast hvar annarsstaðar.

Hér hefir að vísu nokkuð verið gert af tilraunum allt frá því um aldamót, bæði á vegum Ræktunarfélags Norðurlands og Búnaðarfél. Íslands, og hefir verið varið til þeirra mála 20–30 þús. kr. úr ríkissjóði árlega síðustu árin. Það er mjög lítið fé, samanborið við það, sem aðrar þjóðir verja í þessu skyni, og auðvitað hefir sú tilraunastarfsemi verið af miklum vanefnum gerð, enda þótt mikið gagn hafi af henni leitt. Það hefir ekki verið um neitt heildarskipulag að ræða, og hefir þetta því verið meira í molum en þyrfti að vera. Í öðrum löndum er þetta samræmt í eitt kerfi fyrir allt landið.

Ég hefi heyrt ýmsa þm. spyrja, hvort ástæða væri til að skipa sérstaka n. til að hafa þetta mál með höndum, hvort Búnaðarfél. gæti ekki unnið þetta starf. Þar til er því að svara, að Búnaðarfél. hefir vissulega gert það, sem það hefir getað og haft aðstöðu til, og reynt að samræma þessa starfsemi hjá sér annarsvegar og Ræktunarfél. Norðurlands hinsvegar. Einnig hefir það birt niðurstöður sínar um þessi efni. En nú er t. d. bændaskólunum og búum þeirra ætlað að reka einhverskonar tilraunastarfsemi, og þá hefir nýlega verið sett upp atvinnudeild við háskólann, sem einnig er ætlað að hafa með höndum tilraunastarfsemi í þágu landbúnaðarins. Öllu þessu verður að koma í skipulegt horf; annars verður landbúnaðardeildin lítils virði. Hún verður og að fá bújörð til umráða í nánd við Rvík. Það eru því æðimörg atriði, sem þarf að taka til athugunar, og ríkisvaldið verður þar að koma til greina.

Þetta er það, sem vakir fyrir okkur flm., að tilraunastarfsemi Ræktunarfél. Norðurlands og Búnaðarfél. Ísl. og það, sem nú á að taka upp á vegum ríkisins, verði samræmt, og teljum við ekki hægt að gera það nema með þingvalinni n.

Till. okkar um skipun n. eru miðaðar við þetta. við viljum láta skipa 2 menn af Búnaðarfél. Ísl.. 2 af landbn. AIþ., en þann 5. af ríkisstj. Við teljum, að ekki megi færri vera en 5 menn í n., til þess að sem flest sjónarmið komi þar til greina. N. þarf ekki að vera dýr. Málið er svo vel undirbyggt, að hún þyrfti ekki að starfa neina einn til tvo mánuði. Ég legg mikla áherzlu á, að ef vilji er fyrir því hér á Alþ., að slík n. verði skipuð, fái þessi till. að ganga fram, en dagi ekki uppi. Það er sérstök ástæða til þess að nefna þetta, vegna þess að nú mun því nær komið að þingslitum. Við álítum, að þetta starf þurfi að vinna einmitt fyrir næsta þing, og þess vegna vil ég taka þetta fram nú.

Ég sé ekki ástæðu til að hafa fleiri orð um þetta. en vænti þess, að hið háa Alþ. vilji fallast á rök þau. sem ég hefi fram borið og getið er í grg.