01.03.1938
Neðri deild: 11. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 203 í D-deild Alþingistíðinda. (2953)

17. mál, síldarverð

Garðar Þorsteinsson:

Ég vil minna á það, að lögin taka fram, að ekki eigi að greiða meira en 85% af áætlunarverði, nema síld sé keypt föstu verði. Nú hefir það stöðugt verið „praxis“, að einu ári undanskildu, að kaupa síldina föstu verði. Ég held því, að þessi till. sé meir til þess að sýnast en vera og til þess helzt að geta skrifað laglega grein í Þjóðviljann. — Hinsvegar vil ég styðja það, að þessi till. fari til þeirrar n., sem stungið hefir verið upp á.