28.04.1938
Efri deild: 56. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 550 í B-deild Alþingistíðinda. (662)

25. mál, húsmæðrafræðsla í sveitum

*Frsm. (Jónas Jónsson):

Ég ætla að segja fáein orð um þetta mál við þessa umr., raunar fremur frá mínu eigin brjósti en fyrir hönd n., sem hafði málið til meðferðar, því að hún hefir ekki getað talað sig saman. Ég vildi svara fyrirspurn út af Staðarfellsskólanum, um það, hvernig koma mætti fyrir skólanefnd þar. Ég álít. að þeir tveir aðiljar, sem hafa lagt fé fram til skólans auk ríkissjóðs, sem sé gjöf Herdísar Benedikisen, sem stendur undir umsjón stjórnarráðsins, og Magnús Friðríksson, áður bóndi á Staðarfelli, sem hefir gefið jörðina og nokkuð meira til skólans, geti einir komið þar til greina. Skólinn er stofnaður af Magnúsi á Staðarfelli, og virðist hann því vera sjálfsagður sem nm. í stj. skólans. Það verður varla fram hjá þeim hjónum gengið í skólanefnd meðan þau lifa, en að öðru leyti á kennslumálaráðuneytið að tilnefna menn í skólanefndina fyrir Herdísarsjóð.

Ég hygg ekki, að hér geti aðrir aðiljar komið til greina, en þeir, sem ég nú hefi nefnt, sem sé aðallega sjórnarráðið og gefendur Staðarfellsskólans. Ég hygg, að húsmæðraskólinn á Hallormsstað hefði farið sérstaklega illa út úr því, ef þessi till. hefði verið samþ. Hin duglega og áhugasama forstöðukona skólans, frú Sigrún Blöndal, hefir alltaf lagt áherzlu á, að skólinn væri tveggja ára skóli. Það er henni áhugamál, en hefir skaðað hana fjárhagslega. Hinsvegar færir hún mörg rök og gild fyrir því, að þetta sé gott og nauðsynlegt í sjálfu sér. Ég vil segja það hér, þó að ég álíti ekki, að til greina komi breyt. á þessu stigi, að það má búast við, að þessi skóli verði dálitið illa settur í framtíðinni, með töluvert stórar stofnskuldir, sem hann reynir að afborga með þessum litla húsaleigustyrk. Á hinn bóginn verður þetta til að svipta skólann kennslugjaldi, sem hefir verið um 23 þús. kr., án þess að tekjur hækki verulega. Ég vildi taka þetta fram hér, vegna þess að ég býst víð, að hlynna þurfi að þessari stofnun á einn eða annan hátt á næstu árum. Og ég er ánægður yfir því, að þessi skóli getur haldið húsaleigustyrknum í bili, vegna þess að nauðsynlegt er, að hann hafi þann stuðning upp í afborganir hússins, þó að æskilegt sé, að svo þurfi ekki að vera. Annars ætla ég ekki að fjölyrða um seinni brtt. Ég færði fram þau rök, sem ég gat viðvíkjandi henni, við síðustu umr.