28.03.1938
Neðri deild: 35. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 657 í B-deild Alþingistíðinda. (863)

69. mál, togaraútgerðarnefnd

*Frsm. (Gísli Guðmundsson):

Sjútvn. hefir haft þetta mál til meðferðar, og liggur nál. fyrir á þskj. 123.

N. hefir orðið sammála um að leggja til, að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir, að öðru leyti en því, að hún leggur til, að breyta 1. málslið 1. gr., og er það eiginlega aðeins til þess að fá skýrara orðalag, en ekki efnisbreyting.

Ég skal taka fram, að eins og nál. ber með sér, hefir einn nm., hv. þm. Ísaf., áskilið sér rétt til að bera fram brtt. við 2. eða 3. umr., en hún er ekki komin fram enn, og mér er ekki kunnugt um, hvort hann í raun og veru hefir nokkra brtt. fram að bera. en hann óskaði eftir þessum fyrirvara, því að hann mundi ef til vill bera fram brtt.

Ég hefi svo ekki fleira að segja fyrir n. hönd.