02.05.1938
Efri deild: 59. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 675 í B-deild Alþingistíðinda. (932)

40. mál, hafnargerð á Raufarhöfn

*Frsm. (Ingvar Pálmason):

Þetta frv. hefir verið endursent hingað frá hv. neðri deild. Þar voru tekin út úr því aftur tvö atriði, sem samþ. höfðu verið inn í frv. hér í deildinni. Þessar breyt. voru heimildarákvæði til að afla höfninni tekna, og hefir hv. Nd. ekki viljað fallast á þær. Ég sé ekki ástæðu til að hrekja málið lengur milli deilda út af þessum ágreiningi, því að ég geri ráð fyrir, að hægt verði að fá lögunum breytt síðar, ef nauðsyn reynist fyrir höfnina að fá þannig tekjuauka. Ég geng út frá því, að sú n., sem hafði málið til meðferðar hér í d., muni vera sammála um að leggja til, að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir.